Kirkjuritið - 01.12.1944, Síða 26
264
Kurt Zier:
Okt.-Des.
lögmál listanna og loks, að þetta er starf, sem krefst
átaks og ekki aðeins stund og stund, lieldur án afláts.
Enda þóll ég sé hér útlendingur og það kunni því
að þykja fordild af mér og framhleypni að fara að hera
fram tillögur um málefni íslenzku kirkjunnar, mun ég
þó hætta á það. En það, sem gefur mér dirfsku til þess
að segja hér það, sem mér býr í brjósti, er trú mín á
manndóm islenzku þjóðarinnar, sem ég ann og virði.
Ég leyfi n;ér því að bera hér fram þá tillögu, að sér-
stakri nefrnl úr hópi prestlærðra manna verði falið að
taka þessi viðfangsefni að sér, sem ég Iiefi rætt í þessu
erindi mínu.
Það, sem fyrir mér vakir með þessari tillögu, exy að
kirkjan skajxi með þessum Iiælti vettvang fyrir kirkju-
lega list, einskonar miðstöð í þessum mikilvægu inálum.
Þeir menn, sem til þessa yrðu kjörnir, athugi síðan
ástand kirkjunnar í þessu efni og þarfir liennar á þessu
sviði. Þeir kynni sér lika þrengingar listanna og hlusti
á raddir listamannanna og kynni sér getu þeirra til
þess að verða við kröfum kirkjunnar og óskum. Þeir
undirhúi síðan verkefnin og feli þau málurum, rnynd-
höggvurum, tréskurðarmönnum, tónskáldum og öðrum
listamönnum, sem lil greina koma við starf í þjónustu
kirkjunnar.
Ég er alveg sannfærður uin, að slík miðstöð fyrir
kirkjulegar listir mundi geta unnið kirkjunni, listunum
og þjóðinni i heild ómetanlegt gagn, og að áður en langt
um liði, mundi henni takasl að sætla að fullu alla þessa
aðila. Miðstöð þess yrði sá staður, er þeir allir gætu mætzt
á og ræðzt við í bróðerni urn sameiginlegt starfssvið sitt.
Ég vil taka það skýrt fram, að ég skrifa hér ekki
sem útsendari listamanna. En að svo miklu leyti, sem
ég þékki islenzka listamenn, veit ég, að þeir á meðal
þeirra, sem með mestri alvöru helga sig listum sínum,
þjást og' Iíða vegna Jxess, að þá skortir viðfangsefni, sem
séu við þeirra hæfi, og að þeir þrá ekkert frekar en það