Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 36

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 36
274 Kristleifur Þorsteinsson: Okt.-Des. Séra Þórður þjónaði Möðruvallaklaustri um nokkur ár og' bjó að Þrastarhóli. Þar missti liann á sama vori konu sina og dóttur á 17. ári. Átli hann þá eftir einn son, Jónas að nafni. Ári síðar fylgdi hann þessum einka- syni sínuni til Reykjavíkur, og settist hann í Latínuskól- ann, en dó á sama vetri. Með hlóðug sorgársár kom því séra Þórður að Reykholti og l)jó nú með ráðskonu og vandalausuin lijúum. Prestsembættið rækti hann af alhug og" var brenn- heitur i anda, snjall í máli, flugmælskur og' raddniaður mesti. Þótti því fáum ferðaleysa að ríða til Reykliolts- kirkju og sjá og heyra þennan tilkomumikla kenni- mann. Þennan dag hófst messan á lnidegi, eins og venja var. Þótt enginn kirkjugesta liefði vasaúr í þá dag'a, vissi fólk, livað tíma leið, hæði af vana og dagsmörk þekktu allir. Frá Reykholti var talið hádegi, þegar sól bar vfir fjárliús þau, sem voru austur á túninu i Hægindi. Áður en messa hófst, gekk hár og grannur inaður út í klukknaportið, sem var yfir sáluhliði, og hringdi til messu. Maður þessi var rauðbirkinn í andliti, með þykkt kragaskegg, hreinlega lil fara og allur liinn snvrti- legasti í látbragði, en svipur hans bár þó volt um innri sorg og andlegan vanmátt. Þetta var Gunnar á Stóra- kroppi. Hann var þá ekkjumaður og álli við fátækt að stríða, en var þjóðhagasmiður. Meðal sona lians var Erlendur, bóndi á Sturlureykjum. — Þórður prestur gekk nú hempuklæddur í kirkju. Bar hann svartan flókahatt á liöfði og' var i svörtum ullarsokkum og með svarta sauðskinnskó á fótum. Um hálsinn hafði liann svartan, sléttan kraga yfir hempunni. Söfnuðurinn skipaði sér nú í kirkju. Samkvæmt fornri venju röðuðu sóknarbændur sér í kórinn. En ekki var iiann þó fullskipaður af þeim, því að auk fastra bekkja voru lausabekkir báðum megin. Inn i kór vogaði sér eng- inn óboðinn að ganga nema þeir, sem áttu þar sæti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.