Kirkjuritið - 01.12.1944, Síða 40
278
Kristleifur Þorsteinsson:
Okt.-Dcs.
sýnum, en ekki mikill yfirlitum. Er það lífsfjörið og
skjótleiki i hreyfingum, sem gerir þennan mann áber-
andi, líka hefir hann góða söngrödd. Þessi maður var
Bjarni Þorsteinsson á Hurðarbaki. Bjó hann nú með móð-
ur sinni, Steinunni Ásmundsdóttur, en síðar varð hann
stórbóndi þar. Synir lians eru þeir velþekktu bændur
Þorsteinn á Hurðarbaki og Bjarni á Skáney.
Þá eru flestir nefndir, sem söngmenn gátu talizt. En
minnast vil ég þó fleiri bænda, sem i kór sátu að þessu
sinni. Þar sátu bræður tveir, Steinólfur og Steingrímur,
bræður Magnúsar Grímssonar, skálds og prests að Mos-
felli. Steinólfur var stór vexti, fríður sýnum og fyrir-
mannlegur. Steingrímur var smáfelldari. Báðir voru
þeir dökkir á hár og' skegg, sviphýrir og góðmannlegir.
Þar sátu og tveir bændur, sem áttu stærstu og flesta
sauðina, en það voru Páll Hannesson, bóndi á Steindórs-
stöðum og Þorsteinn Guðmundsson, bóndi á Hæli. Páll
var smár vexti, nettur í andliti og eini fullorðni karl-
maðurinn, sem rakaði allt sitt skegg. Ekkert var stór-
mannlegt við hann, og talinn var hann fávís, en kom þó
oft svo vel fyrir sig orði, að þangað sóttu ekki sigur i
orðasennu þeir, sem vitmenn þóttust meiri. Þörsteinn
á Hæli var meðalmaður á hæð, en í giklara lagi, svart-
ur á hár, en honum óx eigi skegg frekar en Njáli. Hann
var dökkur á hörund, kaldur á svip, en tryggur í lund.
— Þá sat þarna næst ungur bóndi, í stærra lagi á vöxt,
býr á svip með ljúflegt yfirbragð, rjóður í kinnum,
með fremur stórt nef og jarpur á hár og skegg. Þetla
var Hannes Magnússon, bóndi i Deildartungu, faðir
liins þjóðkunna stórbónda Jóns í Deildartungu og
margra stórvel gefinna dælra.
Ég hefi nú getið hér nokkurra þeirra stórbænda,
sem almenningsálitið i þá daga laldi standa framarlega.
En svo sem kunnugt er, bvggðist það álit mcst á auði
og ætterni.
Eftir sömu reglum vil ég svipast um i framkirkjunni