Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 42

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 42
280: Kristleifur Þorsteinsson: Okt.-Des. N.-Dakota. Allar fórú þær til Ameríku dætur Kristínar. Albræður Kristinar voru þeir Árni í Kalmanstungu, afi Árna sniiðs á Brennistöðum, Sigvaldi, afi Sigvalda Kaldalóns, og Magnús hreppstjóri á Hrafnabjörgum. En fyrri konu börn Einars Þórólfssonar og hálfsystkini Kristínar voru Jón á Hóli i Lundarreykjadal, faðir Hjálm- ars ríka í Þingnesi, Bjarni í Straumfirði, afi séra Bjarna tónskálds á Siglufirði, Halldór sýslumaður í Höfn og Ingibjörg kona Péturs í Norðtungu, en móðir Hjálms alþingismanns og Ljótunnar á Hæli. Þá var glæsileg kona með þrjár dætur gervilegar, sem jafnast þó ekki á við móðurina að fríðleik. Þetta var Helga Böðvarsdóttir, kona Odds Bjarnasonar á Brennistöðum. Elzta dóttirin, Ingibjörg, varð kona Bjarna Sigurðssonar á Hömrum og móðir Guðmundar, bónda á Hæli og þeirra systkina. — Ekki gleymi ég þeirri kon- unni, sem bezta Iiafði aðstöðu til þess að rétta snauðum hjálparbönd, en það var Ástríður Hannesdóttir, kona Magnúsar á Vilmundarstöðum. Fyrir gjafmildi Jiafði bún almenningsorð. Hún var fáyrt og Ijúf i framkomu, fór að engu óðslega, en liafði jafnan beztu gát á orðum sínum og athöfnum. Ekki mun bún hafa verið talin frið sýnum, og har hún merki hvíldarlausrar vinnu og bús- umsvifa langrar ævi. Hún var í meðallagi á vöxt, lotin i í baki, rjóð í andlili, móeyg og jörp á hár. — Þá er enn kona, gervileg á velli, þrifalega húin, ljóshærð, föj- leit, svipmikil og þannig undir brún, sem þaðan mætti vænta nokkurra veðrabrigða. Mátti og skjótl sjá, að hún var miklu meira en miðlungkona að líkamlegu og andlegu atgervi. Henni fvlgja ])á nokkrar hálfvaxnar dætur. Þetta er Ljótunn Pétursdóttir, kona Þorsteins, bónda á Hæli. Þeirra son var Jónaían, skáld, á Vatns- hömrum. Þar var og kona, sem þá hafði að mestu lokið löngu æfistarfi. Það var Steinunn Ásmundsdóttir á Hurðarbaki, ekkja Þorsleins bónda Þiðnkssonar. Hún var smávaxin, en frábæru fjöri og tápi, sem henni var á-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.