Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 43

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 43
lvirkjuritiS. Messugjörð fyrir 70 árum. 281 s*kápað, er ekki enn tnéð öllu lokið. Stórt skap samfara drenglyndi þótti einkenna þessa konu, sem nú er orð- in formóðir fjölda manna. Þarna situr og kona, sem er öllum þeim áðurtöldu hærri að vexti, stórskorin og frekar ófríð, en þó var eittlivað stórmannlegt og hrein- legl við liana. Þetta var Málfríður Benjamínsdóttir, kona Davíðs Bjarnasonar, hónda á Snældubeinsstöðum. Davíð var meðal kórbænda, þótt ekki sé hann hér áður talinn. Haiin var bróðir Sigurðar forsöngvara, allgóður söngmáður, sinár vexti, vandaður í hegðun, en lél ekki mikið á sér bera. Málfríður har mjög af manni sínum Iiæði að risnu og lineigð til veglætis, sem lnm gal þó að lillu leyti fylgt. Hún var systurdóttir Steinunnar á Hurð- arbaki, en bróðurdóttir Björns Blöndals, sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal. Voru þau þvi hræðrabörn Páll Blön- dal, læknir i Stafholtsey, og Málfríður. Þá skal siðasl en ekki sízt talin sú húsfreyjan, sem þá var yngsta konan í sókninni, en það var Vigdís Jóns- dóttir, kona Hannesar Magnússonar í Deildartungu. Hún vakti á sér athygli við fjrrstu sýn, því að bæði var hún flestum konum glæsilegri í sjón, og yfir hinum fjölþættu skapbrigðum hennar var engin hula. Þá átti hún eftir að stjórna stórbúi í Deildartungu um 40 ára skeið, sem hún gerði með frábærri rausn og' myndarskap. Góður fjárhagur studdi vel að þvi, að hún gat flestum konum betur sýnt vilja sin i verki. Ekki er það nema lílið hrot af söfnuði þeim, er sat i Reykholtskirkju þennan dag, sem ég hefi lýst hér að nokkru. Yrði of langt niál að lýsa öllum, og verður þvi við þetta að sitja. Samkvæmt venju hóf Sigurður forsöngvari upp sína niildu rödd að lesinni kórbæn. Sungin voru Grallara- lögin,- og kunni forsöngvarinn vel að ætlast á um að byrja lögin í réttri hæð. Rödd hans gat hæði verið djúp og há, létt og liðug. En vegna takmarkalausra umráða yfir góðri rödd fórst honum stundum eins og hreifum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.