Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 46

Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 46
284 Kristleifur Þorsteinsson: Okt.-Des. að vera boðnir til stofu, létu fáir sér lil hugar koma, og því síður að ganga inn óboðnir, eins og síðar fór að tiðkast. Var það og af flestum talinn ósiður. Að litlum tíma liðnum var allt á bak og burt af kirkju- staðnum, bæði menn og hestar. En á bæjum þeim, sem næstir lágu kirkjuleiðum, mátti viða sjá gesti. Helzt var það þó utansóknarfólk, sem lagt hafði upp snenima morguns og var þvi farið að þarfnast hressingar. En ekki var í þá daga um fjölbreyttar veitingar að ræða. Oftast aðeins einn lítill bolli af kaffi ásamt skammtaðri kandíssykurögn, sem látin var á undirskálina hjá boll- anum. Höfðu húsfreyjur þá eigi ráð á betri veitingum, en bændur bættu þetta oft upp með einu eða tveimur brennivínsstaupum, sem voru af flestum vel þegin. Það vil ég taka fram hér, að á þessum árum sá ég aldrei drukkinn mann við kirkju. Hið svokallaða „bakkelsi“ eða kaffibrauð kunni þá enginn að nefna og því síður að hlaða með því marga diska á dúklögðum borðum. En iiitt gat komið fyrir, að riklundaðar konur bæru kirkjugestunum mat á borð, ef til vill nýja kjötsúpu af töðugjalda kind eða þá ný- veiddan lax með bræddu smjöri. Gestrisnin var mikil, en getan oft af skornum skammti. Þessi minnilegi dagur var nú að kveldi kominn. Sókn- arfólkið var alll fyrir löngu komið heim til sín, því að fæst af því hugði á bæjarslór eftir messu. Utansóknar- fólk, sem lengst átli að sækja, var nú líka komið heilt á húfi, hvert að sínum bæ. Hestarnir ganga lausbeizl- aðir frá garði, blautir af svila eftir erfiði dagsins. Var þeim nú mest í mun að fá sér mel eða moldarflag til að velta sér upp úr. Við jjessar veltur lilóðst svo mikið utan á þá af sandi og mold, að eigi varð greindur þeirra rétti litur. En fljótt tókst þeim að hrista svo af sér, að eftir stutta stund voru þeir orðnir hreinir ok gljáandi og gæddu sér i ró og næði á nýgrónu grasi. Og mikið átti

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.