Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 50

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 50
288 Benjamín Iíristjánsson: •' Okt.^Ðes: algengu sálfræðiskenningu, að hugsjónalífið sé aðeins framlenging eðlishvatalífsins“ (hls. 45). „Skilningur vor á hugsjónum gerir oss að mönnum. Vér erum ekki fædd- ir með hugsjónum, og ég er ekki viss um, að vér höf- um meðfædda livöl til að leita þeirra. — Vér fæðunist til að verða mennskir í mannlegu umhverfi. —— Hugmyndin um hið fullkomna viðhelzt sákir andlegra viðskipta kynslóðanna“ (hls. 42—43). Þetla j)ýðir á guðfræðilegu máli, að mennirnir eru komnir að ofan. Hún ei' opinherun, sem kynslóðirnar hafa öðlazl og reynt að viðlialda og ávaxta mannkyn- inu til hlessunar. Hugsjónirnar, trúin á hið guðdómlega. þetta hefir verið eldstólpinn i eyðimerkurgöngu þjóð- anna, meginhvötin til umbóta, aflvakinn til að sækja lerigra fram og hærra upp. Ilverf ég þá að aðalumræðuefninu. II. Þegar vér virðum fyrir oss þær hörmungar, seiri nú ganga yfir lönd og lýði, hlasir við augum sú staðreynd, að vísindin geta ek-ki bjargað menningunni. Þau hafa að vísu látið henni mörg fríðindi í té. En vér sjáum nú, að þau eru ekki einlilít. Mannkynið þarf annars og meira við. Fyrir liálfri öld síðan heyrðust ýmsar raddir úr her- búðum vísindamannanna um það, að frelsa þyrfti mann- kynið undan áþján trúarhragðanna. Litið var á þau af furðu mörgum, er miklir þóttust fyrir sér i vísdómi, sem úreltan hleypidóm, er hverfa myndi með vaxandi þekkingu. Og þau voru meira að segja talin skaðlegur hleypidónmr, sem áslæða þótti til að vara ungu lcyri- slóðina við. Vísindin, og þar með var átt við náttúruvís- indin, voru hinsvegar talin hið mikla ljós, er frelsa niuridi heiminn og aílir settu von sína á. Nú liafa orðið nokkur stefnuhvörf um þetta. Nú á vor- um tímum er ekki laust við, að nýir ©g auknir sigrar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.