Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 52

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 52
290 Benjamín Kristjánsson: Okt.-Des, það, seni maðurinn gerir eða lætur ógert, ákvarðast ai' trú hans, vilja hans og lífsviðhorfi. Því fer f.jarri, að þessi augljósi sannleikur sé ennþá almennt skilinn og viðurkenndur i herbúðum vísinda- manna og heimspekinga. Jafnvel gáfaðir hienn liafa lát- ið sér sjást yfir það, hvílíka úrslitaþýðingu trúarbrögð- in liafa, þegar um er að ræða siðahvatir mannsins, sjálfa lífæð menningarinnar. Einn af þeim mönnum, sem lengi hefir hamrað á móti trúarbrögðum, er heimspekingurinn frægi Bertrand Russel, sem um langt skeið liefir verið talinn einn af' vitrustu mönnum hrezka heimsveldisins. IJann er tal- inn einn af sex mestu stærðfræðingum veraldarinnar og tiefir ritað margar bækur um heimspekileg og félags- fræðileg efni. Mér lék því allmikil forvitni á að sjá, hvað þessi mað- ur legði til málanna, er ég fyrir nokkru rakst á pistil eftir liann í amerísku tímariti, þar sem Jiann gerir grein. fyrir því, livað liann mundi leggja mesta álierzlu á, ef liann mælti tala við alla Bándaríkjaþjóðina í einum hóp. Ilann segir meðal annars: „ Ég mundi fyrst og fremst legg'ja álierzlu á það, að það sé á færi livers einstaklings að undirbúa hamingjuríkið“. „Gott þjóðfélag“, segir liann, „verður aldrei til, nema ef einstaklingarnir eru góðir. Hver einstaklingur getur unnið að því, að skapa góð- vild í sínu nágrenni i stað óvildar, sanngirni í slað öfga og hamingju í stað þjáninga. Allir geta lagt fram sinn skerf. Foreldrar, sem ala börn sín upp á þann liátt, að þau verði umburðarlynir og góðviljaðir menn, leggja fram stóran hlut. Allir, sem temja sér að standa gegn freistingum ósanngirninnar og hlutdrægninnar og stuðla að því að slcapa þjóðfélag, þar sem liagsmuna og sleoð- anabarátta útilolear ekki sátt og samlyndi, leggja fram sinn skerf. Einn maður sýnist að visu eklvi megna mikils gegn öllu því illa, sem mannkynið þjáir. En þegar þess er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.