Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 53

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 53
Kirkjuritið. Hvað getur bjargað menningunni? 291 gætt, að megnið af liinu góða og illa, sem yfir veröld- ina gengur, er runnið undan rifjum einstaklinganna, þá verður það augljóst, að j)að er og á þeirra valdi að auka það eða stöðva. Oghér er ekki aðeins um þá að ræða, sem völdin hafa, heldur hvern einasla mann. Vér /mrfum allir að gera ákveðna tilraiin til að skapa betra ástand en það, sem nú ríkir! Vonin um minni grimmd i viðskiptum manna má aldrei blunda. Vifjinn lil að gera jiessa von að veru- leika má aldrei dofna! Vér getum spvrnt fófunuin gegn óréttlæti, dómfýsi, falsi og grimmd.“ Síðan snýr Betrand Russel sér að því að sýna, hvern- ig göfugar hugsjónir og kærleikur geta látið manninn rísa sigri hrósandi upp úr eymd og þjáningu, er oss tek- ur að opnast sýn á hin dásamlegu færi tilverunnar. IV. Ég vek athygli á þessurn ummælum af því, að hér tal- ar maður, sem almennt er viðurkenndur að vera einn af vitmönnum mannkynsms nú sem stendur. Hann talar á hinum mestu þrengingar og alvörutímum, sem vfir lieiminn liafa gengið. Ilingað til liefir hann verið sinn- andi trúarbrögðum, enda hefir hugsun hans mjög legið á öðru sviði. En boðskapurinn, sem hann flytur nú, þeg- ar hina vestrænu menning riðar lil falls — boðskapur- inn, sem hann telur meira varðandi en allt annað, hver er hann? Hann er i kjarna sínum nákvæmlega hinn sami og kristindómurinn hefir alltaf flutt: „Gerið iðrun, því að liimnaríki er nálægt!“ Breytið um hugarstefnu! Leggið niður hatrið og tor- tryggnina, öfundina. sjálfsblekkinguna, ranglætið og ó- sanngirnina. Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig! Astundi hver maður gott að gera, og jjá er guðsriki komið á jörðina.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.