Kirkjuritið - 01.12.1944, Síða 67
Kirkjuritið.
Fermingarundirbúningur.
305
fræðistefnu, livorki höfundarins né annarra, heldur við
hæfi kirkjunnar í lieild. Þess vegna hefi ég tekið þann
kosl að fara sjálfur sem fæstum orðum um þau kenn-
ingaratriði, er lielzt valda ágreiningi, en láta í þess stað
Biblíuna sjálfa tala. Hún er hvort sem er sú uppsprettu-
lind, sem vér allir leitum til, og sú frumheimild kristin-
dómsins, sem vér allir byggjum á.
Þeir, sem opna þessa litlu námsbók, munu fljótl veila
því athygli, að framan við hvern kafla eru ritningar-
greinar og nokkrar spurningar. Þegar þeir Sig. Thorla-
eius, Séra Sigurður Einarsson o. fl. vöktu athygli a
nýskólastefnunni og vinnuskólaaðferðum, fór ég að
brjóta heilann um það, hvort ekki væri hægt að fram
kvæma fermingarundirbúning í þeim anda. Sunnu-
dagaskólar vestanhafs tíðka hinar merkilegustu og við-
tækustu tilraunir í þeirri grein, og' hvatti það mig mjög
til að halda áfram hinum einföldu tilraunum mínum,
sem ég hafði byrjað á austur á Norðfirði*). Svo sem kunn-
ugt er, hefir ])að verið grundvallaratriði þessarrar skóla-
stefnu að gera námið að nokkru leyti að sjálfsnámi,
þannig að það væri fólgið í sjálfstæðri vinnu, eigin
hugsun og eigin athugun.
Mér var það undir eins ljóst, að hér varð ég' þó að
fara gætilega. Börnin hafa tákmarkaðan tíma, engin tæki,
nema bókina, og prestarnir hafa enga sérmenntun hlot-
ið í vinnuskólaaðferðum. Sjálfur mundi ég lieldur ekki
telja mig færan um að leiðbeina um víðtækari að-
ferðir. En ég sé þó sannarlega ekki eftir þeim tilraun-
um, er ég hefi gert, þótt þær næðu skammt. Ég hefi
margsinnis orðið var við, að börnum þykir ákaflega
gaman að finna sjálf þá kafla í Nýja testamentinu, sem
ætlazt er til, að þau lesi. Og þau komast undir eins upp
á lagið. I því er fólgin sjálfstæð vinna, sem um leið
kemur þeim i nánari kvnningu við Bibliuna sjálfa. Eft-
*) Sjá grein mína i Prestafélagsritinu XV. árg. 1933.