Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 78

Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 78
316 Fréttir. Okt.-Des. Þér eruð ljós heimsins heitir nýútkomin bók eftir séra Björn Magnússon prófast að Borg á Mýrum. Er hún safn af erindum eða hugleiðingum út af Fjallræðunni, falleg bók og líldeg til vinsælda. Úr bvg-gðum Borg-arfjarðar. Einhver allra merkasta bókin, sem út hefir komið á þessu ári, er Úr byggðum Borgarfjarðar eflir Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi. Þar er brugðið upp með ,'nildarlegum hætti myndum af menningarlífi og félagslifi sveitanna og af einstök- um mönnum. Höfundurinn er skarpskyggn á þetta allt og horfir á björtum augum, vitur og góðgjarn. Lífsskoðun hans er ó- venjulega heilbrigð og traust, svo að fáar bækur, sem komið hafa út liér á landi hin síðari ár, munu hollari eða skemmti- legri. Dalir og hlíðar, vötn og skógar og bændabýii brosa við, fólkið sést glöggt, og má að kalla finna lijartslátt þess. Það er eins og lífið sjálft streymi fram. Og lýsing höfundar á skap- gerð úrvalsmanna og æfistarfi er lögeggjun til dáða. Hafi hann alþjóðar þökk fyrir bókina. Úr Borgarprestakalli á Mýrum. Hún vakti mikla furðu, hér um slóðir, og ég gæti trúað allvíða annarsstaðar, veiting séra Sigurbjarnar í kennarastöðuna við guðfræðideildina. Ekki svo að skilja, að ég og aðrir álítum hann ekki færan i þá stöðu, siður en svo. En það er meðferðin á prest- inum okkar, sem vekur furðu og gremju. Ég og allir, sem um það tala, álitum, að honum hafi með réttu borið staðan, ekki aðeins frá siðferðislegu sjónarmiði lieldur og öllu fremur frá því réttlætislega, þar sem hann var beitur þeim liróplegu rang- indum, sem öllum er i fersku minni, þegar hann var hrakinn frá kennslu af þáverandi valdhafa. Ég skil ekki, hvernig núver- andi kennslumálaráðherra, Björn Þórðarson, fer að fóðra þetta óhappaverk sitt. Til hvers er verið að leika þessa skrípaleiki að auglýsa stöður og láta menn eyða tíma og sálarorku í að ræða og skrifa um það, sem er fyrirfram ákveðið? Ég spyr sem leik- maður, og get fullyrt, að ég spyr fyrir æði marga hér um slóðir, bæði konur og karla. Að síðustu treysi ég því og skora á presta- stétl þessa lands að rísa upp og heimta réttlætið fyrir séra Björn Magnússon. Okkur, sóknarbörnum hans, langar ekki til að missa hann sem prest, til þess hefir hann alltof mikla hylli, en við setjum réttlætið ofar óskum vorum. Hann verðskuldar fullkomna uppreisn. Ég bið afsökunar á orðaflaumnum, en mér fannst rétt, að ein rödd kæmi frá sóknarbörnum hans. [Hallclór Ilallgrímsson].

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.