Kirkjuritið - 01.01.1946, Blaðsíða 54
48
Jólin 1945.
Jan.-Febr.
Þjónusta kirkjunnar manna á að vera varðstaða við
þessar dyr. Ýms öfl eru að verki, sem vilja loka þeim.
Á þeim verði þarf vakandi menn. Biðjið því Guð, að
þeir, senr á verðinum standa, eignist vökumannsþrótt
og varðmannshug.
Komi nýjir menn með nýjan þrótt, er hinir þreyttu
fá lausn.
Guð mun kalla svo marga sem þarf.
Hefir þú, ungi maður, heyrt til þín talað: Ég hef látið
dyr standa opnar fyrir þér. Villt þú standa við dyrnar og
sjá um, að þær séu ávallt opnar? — Lif margra liggur
við, að þær lokist ekki.
Jólin 1945
Nóttin
Gáttu’ á himin heilög nótt,
helga jarðar arna.
Láttu gima gleði sótt,
Guðs og manna stjarna!
Mögnum friðar röðla rýns
rís of gniði nauða.
Fögnum siði frelsis þíns
fyrir hliðum dauða.
Meðan röðlar dýrðardans
dimmu brautir renna,
lát sem endur anda manns
austri skin þitt brenna.
helga.
Tarra eldum Tíva njól
tíða meginlegi.
Einhver heldur allt af jól
út að feginsdegi.
Drótt á alda alda stig
undir stjarna seizlum,
nótt, um himna og hauður, þig
hyllir jótaveizlum. —
Arfa sjóla himna hreld
handan bólin fagna.
Hvarfa sólar arins eld
anda jólin magna.
Dreyptu ljósi’ á dal og fjörð Drottning nótta sólna sveims
dags til hinzta lita. sala þrótta byggðu.
Haltu vörð um himna og jörð, —Lotning drótta himna, heims
hvert, sem spárnar vita. — hölda þótta tryggðu!
Lárus Sigurjónsson.