Kirkjuritið - 01.01.1946, Blaðsíða 56
50
Ófeigur Vigfússon:
Jan.-Febr.
og morðfé, sláturfénað, þeir gráta ýmist af dauðaskelf-
ingum eða limlestingakvölum, og þeirra nánustu af sorg'
og söknuði, eða samúð og öðrum vandræðum.
En „herrarnir“, sem sigra í hvert sinn, eða telja
sér sigurinn vísan, og fvlgifiskar þeirra hlæja hreyknir
og hnarreistir, dansa, leika og drabba, á eða innan um
lik eða grafir binna föllnu, eða í ásýnd og ábeyrn eftir-
lifandi líðandi og stríðandi ástvina hinna myrtu og
særðu. En beiskjublandinn mætti þó sá hlátur og sá
gleðiglaumur vera, því að víst má vita, að slíkur hlátur
snýst í grát, þó síðar verði.
En svo eru aðrir, og þeir eru enn víðast þó nokkuð
margir, og sumstaðar allmargir, sem styrjaldarógnirnar
og eymdirnar koma enn lítið við, létlilega eða alls ekk-
ert við, og jafnvel veita þeim fádæma ríkulegan efna-
legan stundarliagnað, svo að þeir geta auðveldlega látið
eftir sér flest eða allt, sem liold og hugur girnist, og lifað
og látið eins og þeir helzt vilja; þeir blæja og lilæja liátt
og dátt, bvað sem öllu og öllum öðrum líður, bæði nær
og fjær! Og þessir menn, þetta fólk getur þvi sagt og'
sýnt, og gerir það einnig liarla margt oft og viða, bæði
með orðum og athöfnum, eins og þar stendur, að :„Líf-
ið allt er leikur, og líður tra-la-la-tra-la-la“. Þetta fólk
„lifir og lætur“ og leikur sér eftir „fýsn boldsins og lyst
augnanna“, og í meiri og minni námunda við hina
mörgu aðra, sem gráta af ótta, sorgum og allskonar
nauðum. Það vantar hugsun; það vantar samúð og
skilning; og það vantar forsjá og fyrirhyggju og hygg-
indi, sem í hag koma. Því að þetta aumingja hlæjandi,
leikandi og dansandi fóllc man ekki eftir eða gleymir
því, eða liugsar ekki né liirðir um þann eðlilega og á-
reiðanlega hlut, að styrjaldargróðinn og gengið, og
glaumurinn í sambandi við það, tekur og hlýtur að taka
enda, fynr eða siðar, og ef til vill fyrr en varir; og þörf
og þröng að taka þá við, og það þvi meiri og sárari, sem
ver var áhaldið, eða varið stríðsgróðanum og gæðunum!