Kirkjuritið - 01.01.1946, Blaðsíða 19
Kirkjuritið.
Uppstigning.
13
Og þótt við getum stundum ekki annað en andvarp-
að: Far frá mér, lierra, því að ég er maður syndugur,
þá er það hann, sem tími og eilífð fær svip sinn af og
lieldur okkur föstum í lífi og dauða með sínu sterka
aðdráttarafli. Og allar óskir og vonir kristinna manna
sameinast í þeirri þrá að halla höfði að hrjósti honum
eins og lærisveinninn elskaði. Eilífðartakmarkið er
uppstigning til hans.
„Ský nam hann frá augum þeirra“. Aðrir ástvinir
okkar eru líka horfnir hak við það ský einn af öðrum.
Innan nokkurra ára vonumst við til að fá að sjá þá'
aftur — já mörg okkar móður, sem ól okkur með kvöl
til þessa lífs. En hann —hann, sem lifði og dó og lifir
fyrir okkur. Fáum við ekki líka að sjá hann fyrir hand-
an skýið? Getum við ekki sagt, þótt í veikleika sé: Við
höfum ekki séð hann, en elskum liann þó, við höfum
hann nú ekki fyrir augum okkar, en trúum samt á hann.
Við munum fagna með óumræðilegri og dýrlegri gleði.
Kall Guðs berst nú til þín.
Sæktu fram til morgunljómans yfir fjallstindinum.
Hærra, liærra.
Vertu vottur Krists i lífi og' starfi inn á við og út
á við.
Helga krafta þína því samfélagi, sem eitt megnar að
hefja mannkynið til yztu endamarka jarðarinnar úr
dauðans skuggadal.
Gleðilegt nýár í Jesú nafni.
Ásnmndar Guðnmndsson.