Kirkjuritið - 01.01.1946, Blaðsíða 79
I
Hvert einasta barn
ætti að fá bókina
»Þor og þróttur*
í fermingargjöf!
Freysteinn Gunncirsson skólastjóri segir meðal
unnars þetta um bókina „Þor og Þróttur“ eftir Ás-
'uund prófessor Guðmundsson:
»■— Þessi bók, Þor og þróttur, er einskonar kennslubók í
sjálfsuppeldi, ekki fyrst og fremst til vits og lærdóms, held-
ur öllu heldur vilja og tilfinninga, leiðsögn að því tornáða
uiarki að verða heilsteyptur í skapgerð, verða að manni í
beztu og sönnustu merkingu þeirra orða. — Heilræðin eða
boðorðin, sem hún flytur, eru ekki mörg og ekki flókin.
,,Vertu reglusamur, áreiðanlegur, einbeittur, þrautseigur".
Með velvöldum dæmum sýnir bókin, hvernig þessar einföldu
°g fáu lífsreglur geta nægt hverjum einum, með Guðs hjálp
°g góðra manna, til að öðlast það þor og þann þrótt, sem til
bess þarf að standast örðugleika lífsins eins og manni sæmir.
Þessi bók á þarflegt erindi til allra, ekki aðeins til þeirra,
sem ungir eru. Ég hefi lesið þessa bók oftar en einu sinni og
sannfærzt æ betur og betur um, að hún er góð bók, hollur lest-
ur og íhugunarefni hverjum þeim, sem vill verða að manni“.
Dókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar, Bankastræti 3.
L