Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 27

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 27
Kirkjuritið. Kirkjan mín, Drottinn minn! 21 liefir hann sérstaklega innblásið og sent á jörðina til að koma mönnunum i skilning um þá ákvörðun sína, að æðri veröld skuli rísa upp af þessari, þar sem mað- urinn á að vaxa til eilífs lífs, það er göfugra samfélags en þess, sem dýrin lifa í. Það er veröld, þar sem meiri eining og samstilling ríkir, meira bróðurþel, meiri samvinna, meiri mannúð, meira vit í eftirsókn máttarins, fegurri markmið en þau að þrælka hver annan og lifa hver á annars lilóði og sveita — guðsríkið, það á að vera blómið, sem vex upp úr aurnum! Til þess að flytja þennan hoðskap og viðhalda hon- unt var kirkjan stofnuð, og þetta er ennþá hennar hlut- verk. Þurfum vér enn i dag þennan boðskap? Munu ntenn- irnir nokkrn sinni trúa honum? Er hann líklegur til að sigra? Þetta eru meðal annars spurningarnar, sem samtíma- maðurinn spyr sjálfan sig, meðan lilé verður á orustunni °g mannkynið byrjar á nýju kapphlaupi við að framleiða kj arnorkusprengj ur. IV. Svo mjög hefir þessvegna ýmsum vaxið í augum kraftar vonzkunnar í heiminum, að þeir hafa loksins farið að líta svo á, að höfðingi myrkravaldanna væri iangmestu ráðandi á jörðinni. Stafar þetta hölsýna sjón- armið af eðlilegnm ástæðum, eins og áður er að vikið, °g er runnið að sumu leyti af lífsögulegum misskiln- ingi, hinni ganialgyðinglegu skoðun um syndafall manns- ins, sem upprunalega liafi verið skapaður í Guðs mvnd. Ef vér hins'. vegar aðhyllumst þróunarkenningu náttúru- vísindanna, Iiljóta ályktanirnar að verðá aðrar, og nokkru hjartsýnni, um núverandi ástand siðmenning- nrinnar og framtíðarmöguleika mannkynsins. Meginsjónarmiðið hvílir því ekki á því, að maðurinn

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.