Kirkjuritið - 01.01.1946, Blaðsíða 24
18
Benjamín Kristjánsson:
Jan.-Febr.
en sálmaskáldið séra Matthías. Og kemur mér þá einn-
ig í hug Jón hiskup Arason, þegar liann var „dæmdur
af danskri slekt“ og horfði fram á hrun allra sinna
vona, er hann stóð við vinduásinn í Skálholti, þar sem
hann átli að láta líf sitt. Trú lians liafði einnig verið
sterk og innileg, eins og sjá má af kvæði lians í Davíðs-
dikti:
„Breiði út mínar bænir
með betran góðra verka
og hreina hugarins lund.
Veit mér vizkur vænar
að vernda trúna sterka
stöðuga hverja stund.
Þungar syndir mér í móti standa,
því er ég jafnan staddur í stórum vanda,
hiðr eg herrann liimins og allra landa
að hörmung þessi megi ei sálu granda.
Þannig hafði hann ort í upphafi hiskupsdóms síns,
þegar hann, með sinni djörfu og glöðu og álcöfu lund,
tókst biskupsemhættið á herðar í blóma aldurs síns.
Bjartsýnn liafði hann löngum verið, þó að oft væri við
þungan andróður að etja. Hugrekki lians óx við hverja
raun, margt snerist lionum til hamingju.
En á þessum hinnzta áfangastað jarðlífsins, þar sem
hann stóð með sonum sínum tveimur, andspænis dauð-
anum, liver mundi þá hafa verið megin áhyggja lians
önnur en kirkjan hans, sem liann óttaðist, að þaðan í
frá mundi verða þerna konungsvaldsins, svipt auði og
áhrifum, rúin fegurð og tign og ennþá minna metin en
áður, þegar ótýndir þjónar kúgunarvaldsins stóðu yfir
höfuðsvörðum hennar.
II.
Þannig hefir þetta hróp: „Kirkjan mín, Drottinn
minn!“ bergmálað í hugum margra þeirra, sem varð-