Kirkjuritið - 01.01.1946, Blaðsíða 66
60
Aðalfundur Prestafélags Islands.
Jan.-Febr.
fræðslumál landsins og samræmt skipulag þeirra og hvetur ti 1
þess, að frumvarpið verði að lögum.
Jafnframt vill fundurinn leggja áherzlu á, að kristinfræði
verði meðal höfuð-kennslugreina,, a. m. k. til ioka ungling'a-
skóla, og hljóti auk þess nokkurt rúm á kennsluskrá allt til gagn-
fræðaprófs.
Með hliðsjón af framkomnum frumvörpum um breytta skipan
skólamála í landinu samþykkti fundurinn að kjósa 5 manna
nefnd, er athugaði, hvort heppilegt mundi að breyta aldurstak-
marki þvi, er nú gildir um fermingu. i nefndina voru kosnir
séra Guðbr. Björnsson, séra Jón Þorvarðsson, séra Björn Magn-
ússon, séra Jón Guðnason og séra Guðm. Einarsson.
Friðarmál. Samþykkt svohljóðandi tillaga frá séra Guðbrandi
•Björnssyni og séra Jakob Jónssyni:
„Fundurinn beinir þeirri ósk til biskups, að hann athugi
bvort ekki sé framkvæmanlegt að ná samkomulagi milli krist-
inna kirkjufélaga um að hafa ákveðinn dag á ári hverju friðar-
messu um allan hinn kristna heim“.
Um stéttarhjálp við presta á Norðurlöndum var samþykkt
svohljóðandi tillaga:
„Aðalfundur Prestafélags Islands telur æskilegt, að prestar
þjóðar vorrar rétti bróðurhönd bágstöddum embættisbræðrum
sínum í Noregi og Danmörku og að nefndin, sem síðasta presta-
stefna setti til að undirbúa heimsóknir erlendra presta, stuðli
að því að koma á persónulegum samböndum milli prestanna
i þessum efnum“. Tillögumaður er séra Sigurbjörn A. Gíslason,
formaður nefndarinnar.
Á mánudagskvöld, 10. sept., flutti séra Friðrik A. Friðriks-
son prófastur erindi í hátíðasal menntaskólans og nefndi hann
það tímamót. Er það erindi prentað i siðasta hefti Kirkjuritsins.
Fundir hófust jafnan með söng og bænagjörð. Fluttu þeir
bugvekjur við morgunbænir séra Árni Sigurðsson og séra Guð-
brandur Björnsson prófastur. Fundarslit fóru þannig fram, að
aldursforseti, præp. hon. séra Ólafur Magnússon las úr 2. kapí-
ula I. Pétursbréfs og bað bænar. — Skömmu síðar var gengið
lil kirkju, og fór þar fram altarisganga. Þjónustu höfðu á hendi
Friðrik J. Rafnar vígslubiskup og séra Jakob Jónsson.
Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Próf. Ás-
mundur Guðmuudsson form., séra Árni Sigurðsson, séra Frið-
rik Hallgrimsson dómprófastur, séra Guðm. Einarsson, séra
Jakob Jónsson.
Fundinn sóttu 30—40 prestar, ásamt biskupi.
Jakob Jónsson.