Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 73

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 73
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 67 Þórarinn Þórarinsson skólastjóri, Eiðum. Um kvöldið flutti Gísli Sveinsson erindi um kirkjur í hátíða- sal Menntaskólans. Lagði liann áherzlu á það, að eigi væri nú aðeins orðin mjög brýn þörf á því að endurbyggja fjölmargar kirkjur landsins, lieldur krefðist nútíminn þess, að þær kirkj- ur yrðu vandaðar, fagrar og traustar. En slíkar byggingar væri söfnuðum landsins yfirleitt fjárhagslega ofvaxið að reisa, nema styrkur kæmi til frá þvi opinbera. Leit bann svo á, að ]>að væri bæði réttmætt og skylt, að rikið blypi bér drengilega und- ir bagga með söfnuðunum, þar sem bér væri ríkiskirkja í landi. Benti liann i þvi sambandi á þá styrki, sem ríkið leggur fram til skólabúsbygginga, sjúkrahúsa, sundlauga o. fl. Gat liann þess að lokum, að liann hefði á síðastliðnu ári borið fram á Alþingi frumvarp um kirkjubyggingar, þar sem ætlazt er til, að ríkis- sjóður leggi fram allt að % byggingarkostnaðar, og mundi það frumvarp verða rætt síðar á fundinum. Nefnd var kosin í málinu: Andrés Hafliðason, Siglufirði. Séra Benjamín Ivristjánsson. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup. Halldór Hallgrimsson, Borgarnesi. Jóbann Guðnason, Akranesi. Kári Sigurjónsson fyrv. alþingismaður. Séra Páll Þorleifsson. Formaður og framsögumaður nefndarinnar var séra Friðrik Rafnar, og' bai; bann fram tillögu bennar, er náði eftir allmiklar umræður einróma samþykki fundarins. Var bún á þessa leið: „Hinn almenni kirkjufundur, baldinn á Akureyri dagana 9.— 11. september 1945, fagnar framkomu frumvarps þess, sem Gísli Sveinsson flutti á Alþingi 1944, og telur fyllstu nauðsyn, að það nái fram að ganga bið allra fyrsta. Þó litur fundurinn svo á, að 7. gr. frumvarpsins þurfi sérstakrar atbugunar við“. Aðrar tillögur, sem fundurinn afgreiddi, voru þessar: Eining kirkjunnar. „Hinn almenni kirkjufundur lítur svo á, að á þeim miklu ör- lagatímum, sem nú standa yfir, beri öllum kristnum inönnum í landinu að forðast ófrjóar og óhollar trúmáladeilur um liað, er á milli kann að bera í einstökum atriðum, heldur vinni sam- buga og með fullri djörfung að einu marki — eflingu trúar og siðgæðis og hverskonar menningar í anda Jesú Krists“.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.