Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 7
Kirkjuritið.
Frelsari er oss fæddur.
301
Legra rúm en gripajötu. En þannig varð það, að sá, er
mestur var allra þeirra er fæðst liafa og fæðast munu,
lét sér nægja útihús sem fæðingarheimili, fjárhúsjötu
sem barnsvöggu. Oss finnst þelta undarlegt og jafnvel
óviðfeldið. En þó er það svo, að þar mun engin tilvilj-
un hafa ráðið eða hending, lieldur var það fyrirfram
ákveðið, að sá, sem var sendur til að kalla þá, sem út-
skúfaðir voru, skvldi fæðast útskúfaður af mönnunum.
Hann þurfti eigi skrautklæða eða skrauthýsa við. Allt
sitt skraut liafði hann í sjálfum sér, miklu meira og
fegurra skraut en níannleg aug'u liafa nokkru sinni
litið; sakleysið, hógværðina og kærleikann.
En hitt er þó verra, að ennþá er honum útskúfað svo
víða. Ennþá virðist eigi vera rúm fvrir hann, þar sem
hann vill helzt vera. Ennþá er það svo, að jafnvel þú
og ég höfuni ekki rúm fyrir hann i hjörtum vorum og
viljum visa honum burtu, — úthýsa lionum. Hvað veld-
ur? Ekki er það vegna þess, að hann hafi komið í svo
„mikilli makt og' miklu veldi“. Ekki er það vegna þess,
að Iiann hafi gert svo miklar kröfur, að eigi sé hægt
að þóknast honuin. Nei, jatan var honum nógu dýrð-
leg vagga, og fjárhúsið honum nógu dýrðlegt heimili.
Nei, hann gerir ekki miklar kröfur í þá áttina. Nei, í
sakleysi sínu lýtur hann að litlu, gerir sig ánægðan með
litið, jafnvel þó að það sé minna virði en svo, að vér
getum gert oss ánægða með það. Þegar fjárhúsjatan var
það bezta, sem hann gal fengið, var hún honum nóg.
Og þótt liann hiðji mig og' þig um það bezta, sem vér
eigum, þá er ekki þar með sagt, að það sé svo mikið og
gott. En ]>ó gerir hann sig ánægðan með það.
En hví viljum vér þá eigi gefa honum það? Tímum
vér því eigi eða þorum vér það eigi? Ég held, að það síð-
ara sé það rétta: að vér þoruiti það eigi. Vér þorum
eigi að gefa honum það hezta, sem vér eigum; hjarta
vort — vegna þess, að vér álítum, að það sé eigi nógu
gott. En, hræður mínir og systur, þetta er misskilningur