Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 55
Kirkjuritið.
Jesús blessar.
349
þeirra, og þau leituðust við að taka á sínar herðar af
liinu livert erfitt verk.
Það mátti nærri því líkja heimilinu þeirra við musteri.
Og' ég skal ekki orðlengja þetta.
Það var Jesús, sem hafði gjört heimili þeirra að must-
eri. Það var i hans nafni, sem þau höfðu bundizt lieit-
um sínum. Þau mátu ást sína þannig, svo mikils, að
þau vildu eiga hana æfina alla i þeirri birtu, sem þau
þekktu skærasta og fegursta og tignasta, í birtu Drottins.
Og sjá ávextirnir komu í ljós — heimilið þeirra bar
þeim ávöxtum vitni.
Þannig er það, sem Jesús blessar.
Það er (il ást og ást, en þar sem Jesú er leitað, þar
sem liann blessar ástina, þar fer eins og um brauðin og
fiskana. Hún verður að undursamlegri gnægð, sem
mettar að hamingju og' gleði og friði.
Og ég' þekki mann, sem varð svo vonsvikinn, að liann
hugðist að taka líf sitt. Hann gjörði allar ráðstafanir.
Kvaddi æltingja sína og lét í baf. Hann ætlaði að koma
því svo fyt'ir, að álitið yrði að hann hefði farizt af slysi.
En Drottinn tók í taumana. Augu þess Jesú, sem Pílatus
dæmdi forðum, livíldu á þessum manni. Hann var bon-
um útvalið ker til að bera nafni hans vitni.
Hann fékk ekki að stylta sér aldur. Drottinn tók í
hönd hans.
Fyrir tilviljun, að þvi er virtist, kemst hann um borð
í skipinu í kynni við mann undarlegan í háttum, sem
gjörir hann að trúnaðarmanni sinum.
Og bann kemst að raun um, að ]æssi maður hefir beð-
ið enn ægilegra skipbrot en hann sjálfur. Lent í marg-
íalt sárari raunum.
Þetta varð honum sem rödd Drottins: Þú ætlaðir að
gefast upp, þú ætlaðir að flýja af hólmi, sem þó átt
ekki í hálfri þraut á við þennan sjúka og særða bróður.
Drottinn tók í taumana. Hann fór hér höndum um
bið veika — og sjá! Allt varð nýtt. Nýr kjarkur, ný gleði,