Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 49
KirkjuritiS.
Sýn Yasils.
343
hann hafði með miklum erfiðismunum dregið að um svo langan
veg. Honum rann ekki í brjóst. Þótt kuldinn hefði lagzt á gáfur
hans, sem aldrei voru tiltakanlega skarpar, þá var hann nú samt
að íhuga vandamál lífsins.
Af hverju var stríð? Af hverju þjáningar, kuldi og fórnir, er líf-
ið gat verið unaðslegt? Af hverju? Af hverju? Af hverju var Guð
á himnum of langt frá? Af hverju tákn, hégiljur og hleypidóm-
ar, sem engin ljós merking er í né neitt raunverulegt gagn? Af
hverju hatur þjóða í milli? Af hverju dauði og allskonar and-
styggð? Hvers vegna? Hvers vegna?
Vindurinn æddi umhverfis hann, og Vasil lyfti iiðru hverju
loppinni hendinni til að sópa snjónum frá augunum.
ílversvegna kemur vetur eftir sumar? Hversvegna fjarlægð og
þrár og það, sem aldrei getur aftur orðið?
Vasil var ráðþrota að skilja það.
Hann settist upp. Af hverju var nóttin svo dimm? Hvað átti
allt þetta að þýða?
O, en þarna yfir frá, þar var daufur bjarmi. Var nú dagsbrún
að rísa? Var þessi banvæna næturvaka brátt á enda?
Vasil horfði með ákefð á ljósið, sem hann þóttist sjá þarna
beint fyrir handan — í fjarska — var það afturelding? Gat það
í raun og veru verið afturelding? Það breiddist ekki úi, en
sýndist þó hreyfast — það hreyfðist. Það nálgaðist. Það var
á leið t i 1 h a n s .
Þegar Vasil reyndi á eftir um hábjartan dag að segja frá því,
sem fyrir hann bar, þá vildu hinir, sem höfðu verið sofandi, aldrei
allskostar trúa sögu hans — og þó höfðu þeir verið sofandi hinir,
en Vasil vakandi. En svona er maðurinn — eins og Tómas forð-
um: Hann verður að taka á til þess að geta trúað .....
Það sem Vasil sá var hvít vera, er kom rakleitt til hans yfir
snjóinn, hvít vera, sveipuð ljósi öll — og sjálf var veran svo björt
og Ijómandi, að Vasil fékk aldrei skilið, að hún skyldi ekki vekja
hina af svefninum.
Löng ljósrák varð eftir í slóðinni, er veran leið áfram — dýrð-
arbraut, stigin helgum fótum .... Því að það var manns-sonurinn,
sem var að koma yfir snjóinn til Vasils — það var sonur Guðs.
Hann kom handan frá nóttinni — svo dýrleg vera, að Vasil
féll á kné, þreif húfuna af höfði sér og spennti greipar krókloppn-
um höndum.
011 þjáning var gleymd, allt hafrót hjartans, allar efasemdirn-
ar voru gleymdar, allar spurningarnar, sem höfðu angrað sál hans.
Nú var hann ekkert annað en vökumaður í dimmunni, týnt