Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 34
328
Chr. Westgárd-Nielsen:
Nóv.-Des.
upaannálum sínum, að meðal liinna fimm óprentuðu
bóka, sem Oddur Gottskálksson lét eftir sig, hafi ein-
mitt verið Davíðssaltari.
Það, sem ég' hér hefi getað sagt frá af rannsóknum
þeim, sem ég hefi unnið að síðustu árin, virðist ef til
vill ekki nema molar af þeirri heildarmynd, sem ég
vona, að mér takist að draga upp af þeim bókmenntum,
sem þýddar voru á íslenzka tungu á sextándu öld. Hin-
ar ýmsu rannsóknir hafa þegar sýnt fram á, að Guð-
hrandur biskup á ekki lieiðurinn af biblíuþýðingunni
einsamall. En þó það sé þannig fullvíst, að Guðhrandur
eigi minna í þýðinguni, en almennt hefir verið talið, og
liann lét sjálfur í veðri vaka, hefir hann samt sem áður
unnið afreksverk, því að hann færðist í fang að koma
allri Biblíunni á prent, aflaði fjár lijá konungi og ann-
arsstaðar og lagði mikið í sölurnar til þess, að allur frá-
gangur ju-ði sem heztur. Hann skar til dæmis sjálfur
ýmsa uppliafsstafi í tré. Og þegar Biblían kom út, upp-
fyllti liún allar kröfur þess tíma um smekkvísan frá-
gang og varð sögulegur minnisvarði þeirri tungu, sem
þá átti merkilegastar hókmenntir á Norðurlöndunum,
þótt óiH'entaðar væru.
Þótt margt megi að málinu finna bæði á Guðbrandar-
biblíu og öðrum guðsorðaritum þeirra tima, ef lagður
er á þau nútímamælikvarði, liafði það samt sem áður
mikla þýðingu, að menn eins og Oddur Gottskálksson,
Gissur Einarsson og Guðbrandur Þorláksson voru á
varðbei'gi fyrir liönd íslenzkrar tungu, og þeir eyddu
starfsþreki sínu til að gefa út guðsorðarit á sörnu tungu
og frægustu norrænu bókmenntirnar allt frá fornöld og
til vorra daga voru sagðar og' geymdar á. Því sennilega
hefir aldrei stafað eins mikil liætta fyrir íslenzka tungu
af neinu erlendu valdsboði og neinum öðrum tímamót-
um en einmitt á siðaskiptaöldinni. Hjá Norðmönnum,
þar sem gamla málinu fór lmignandi, varð enginn til
að þýða guðsorðarit á norsku, og kirkjumálið var þess-