Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 64

Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 64
358 Richard Beck: Nóv.-Des. ár. En jafnhliða liinni föstn prestsþjónustu á nefndum stöðnm hefir hann, einkum á síðari árum, ferðasl mjög mikið í þágu kirkjufélags sins, flutt guðsþjónustur víðs- vegar í hyggðum Islendinga, innt af hendi prestsþjónustu og' unnið þar að kirkjumálum með öðrum hætti, vikum og jafnvel mánuðum saman, t. d. i Vatnabyggðum í Saskatcliewan i Canada. Þá er liann lét af prestsstarfi hjá Hallgrímssöfnuði árið 1942, tókst hann á hendur á- byrgðarstarf fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna á stríðs- árunum og settist þá að í Chicago, en prédikaði þó jafn- framt og vann prestsverk öðrum þræði, en tveim árum síðar varð hann prestur safnaðar Sameinuðu lútersku kirkjunnar í bænum Mt. Carroll i Illinois, og liefir þjón- að honum síðan. Er óþarft að taka það fram, hver eft- irsjá þótti að honum úr lúterska Kirkjufélaginu íslenzka, jafn mikið og Iiann Iiafði komið þar við sögu um 40 ára skeið. Eins og' eðlilegt var um svo mikinn hæfileikamann og vel menntaðan, gerðisl séra Kristinn ])egar snemma á prestskapar árum sínum atkvæðamaður innan þess félagsskapar. Varaskrifari Kirkjufélagsins var hann 190(5—1914 og síðan varaforseti 1915—1921, en Iiafði einnig á því timahili löngum átt sæli í framkvæmda- nefnd félagsins og mörgum öðrum meiri háttar nefnd- um þess. Á kirkjuþinginu í Winnipeg árið 1923 var hann kosinn forseti Kirkjufélagsins og skijjaði þann sess sam- fleytt í 20 ár, lengur en nokkur annar maður í sögu fé- lagsins, að dr. Jóni Bjarnasyni undanskildum. Má ó- hætt fullvrða, að séra Kristinn hafi jafnan notið bæði mikils trausts og víðtæks fylgis félagsfólks síns, enda er liann margra hluta vegna sérstaklega vel til foringja fallinn. Hann er aðsópsmikill maður ásýndum, prýðilega máli farinn, rökfastur og' fylginn sér, jafnvígur á ís- lenzku og ensku, skörulegur og slyngur fundastjóri. Stundum hefir að vísu, einkum fyrr á árum, meðan hvassast blés í kirkjumálunum vestan hafs, nokkur

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.