Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 41
Kirkjuritið.
Sýn Vasils.
Eftir Maríu Rúmenadrottningu.
Það var nótt.
Stormbj'ljir næddu um sléttuna, og það var nístingskalt. Hátt,
liátt uppi blikuðu stjörnurnar, örsmáar, eins og þaer hefðu hörf-
að sem allra lengst frá kuldanum á jörðinni, en djúp fannbreiðan
yfir grundunum var svo hvít, að fölvan ljóma lagði af. Oðru
hvoru ýfði vindurinn mjöllina í blundi og þyrlaði henni beint upp
í loftið, eins og hún væri að leitast við að losna við kvalara sinn.
Skuggaleg, dapurleg nótt, ein af þeim nóttum, er menn geta í-
niyndað sér anda á ferli. Þegar veðurgnýinn lægði, mátti heyra
dunur við og við berast um nóttina — skotdrunur í fjarska, sem
boðuðu stríð.
Rétt við brautina, sem greina mátti jafnvel um nóttina eins og
dökka rák eftir fótatraðk um mjallbreiðuna, sat hermannaflokk-
ur, skjálfandi af kulda, í þyrpingu um hálfkulnað bál.
Veðurofsinn virtist hafa lagí þá í einelti og þyrlaði um þá kóf-
inu eins og freyðandi brimi að kletti. Hermennirnir höfðu brett
kragana upp að eyrum og húfurnar sem lengst ofan á enni, en
hvorki föt né feldur gátu varið þá ísköldum næðingnum.
Það var alls rúmur tugur af hermönnum — 3—4 gráskeggir og
einn kornungur maður — sem héldu vörð um fáeina tötralega
fanga, er sátu umhverfis hálfkulnaðar elsglæður, hnípnir og hrygg-
ir að sjá. Þeir hnipruðu sig og hvíldu höfuðin á hnjánum og vörðu
svo útlendingsandlit sín í senn hríðinni og augnaráði þeirra, sem
'irtu þá fyrir sér með vorkunnsemi, blandinni fyrirlitningu. Ber
ar hendur þeirra voru bólgnar og sprungnar af frostinu, og þeir
skulfu af kulda, harmi og ótta — ef til viH af öllu í einu.
Verðirnir þeirra þrekvöxnu veittu þeim litla athygli. Þeir voru
að tala í storminum slitróttum orðum til eina unglingsins í flokki
sínum. Hann stóð og haliaði sér fram á byssu sína, eins og1 smal-
ar að sumrinu fram á stafinn sinn.
Hann var mjög drengjalegur, 18 eða 19 ára ef til vill. Hann
starði út í nóttina, og var dreymandi svipur í stórum, grænum
augunum. Hríðarflyksurnar lömdust um hann, settust í lög á loð-