Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 69
Kirkjuritið.
Séra Kristinn K. Ólafsson.
3(53
var sæmdur Riddarakrossi Fálkaorðunnar árið 1929 og'
Stórriddarakrossi árið 1939. Þá er liann lét af forseta-
starfi í Kirkjufélaginu árið 1943, var liann einum rómi
kosinn heiðursforseti þess félagsskapar i þakkarskyni
fyrir langt og merkilegt starf í þágu hans.
Séra Kristinn er maður vinfastur, og' lýsir sér þar sent
annars staðar heilsteypt skapgerð hans, gestrisinn og
hinn skemmtilegasti heim að sækja. Heimilisfaðir er
hann ágætur og hefir verið gæfumaður í hjúskaparlífi
sínu, i þeim skilningi, að hann liefir eignast ágætiskon-
ur, en jafnframt orðið að drekka af beiskum Itikar sorg-
arinnar í þeim efnum, því að liann hefir misst tvær
þeirra, en liann er maður þríkvæntur.
Fyrsta kona lians var Sigrún Anderson, dóttir Ólafs
Anderson (Arngrimsson) frá Búastöðum í Vopnafirði,
kaupmanns í Minneota, Minnesota. Þau giflust 14. júní
1905, en hún dó fi. april 1913, að allra dómi hin ágætasla
kona og vel látin.
Önnur kona séra Kristins var Friðrikka Sigurgeirs-
dóttir, Björnssonar og Guðfinnu Jóhannesdóttur frá
Tjörn í Aðal-Reykjadal, mikilsmetin gáfu- og atkvæða-
kona; þau giftust 2. nóv. 1915, en iiún lézt eftir langa
vanheilsu 12. nóv. 1942.
Nýlega kvæntisl séra Kristinn þriðja sinni, ekkju að
nafni Mrs. Etliel PJiillips, af gömlum og góðum amer-
ískum ættum.
Sex eru börn séra Kristins, hin mannvænlegustu og
vel gefin, og liafa notið ágætrar menntunar. Börnin af
fyrsta hjónabandi lians eru: Séra Erlingur Kristinn,
f. 5. marz 190fi, útskrifaður al' St. Olaf College 1926,
stundaði síðan guðfræðinám og prestvígðist 1931, þjón-
aði um sex ára skeið enskum söfnuði i Juneau, Alaska,
en liefir síðan verið slíólasljóri og yfirkennari í alþýðu-
og gagnfræðaskólum á ýmsum stöðum á Vesturströnd-
inni. Marino Ólafur, f. 28. des. 1907, útskrifaður af St.
Olafs College 1930, liefir verið kennari og skólastjóri á