Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 16
310
Ásmundur Guðm undsson:
Nóv.-Des.
verki. Boðskapur kristindómsins verður að vera fluttur
lienni á þann liátt, sem hún kann að meta. Lærisvein-
ar Ivrists eiga enn eins og forðum að lifa eftir orðum
hans: „Þér eruð salt jarðarinnar. . þér eruð Ijós heims-
ins, borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulizt.
Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæli-
ker, heldur á ljósastikuna; og þá lýsir það öllum, sem
eru í liúsinu. Þegar lýsi ljós yðar mönnunum, til ]æss
að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem
er í himnunum. Gildi lcristinnar trúar fyrir okkur
mennina, afl og þroski hirtst í því, hvern skerf við leggj-
um til kristilegrar menningar þjóðar okkar og lieims-
ins, hver áhrif við höfum á þá, sem með okkur húa, til
])ess að glæða hjá þeim hugsjónir kristindómsins og
fylgd við þær, hve ötullega við berjumst fýrir því, að
frelsi og jafnrétti, kærleiki og hræðralag megi rikja.
VI.
Að þessu verða allir kristnir menn að starfa. Enginn
má hugsa sem svo: Það munar ekkert um mig. Or smá-
um lækjarsytrum myndast stór vatnsföll. Eða eins og
Jónas Hallgrímsson kveður:
Bera hý
hagga skoplítinn
hvert að húsi heim;
en þaðan koma Ijós
in logaskæru
á altari ins göfga Guðs.
Dagsverk okkar hvers um sig og jafnvel æfistarfið
allt kann að virðast aumt og grátbroslega litið, en sé
trúlega unnið, þá getur mikil blessun hlotizt af, er þau
koma mörg saman. Þá greiða þau að meira eða minna
leyti guðsríkinu veg, og tekur að elda af nýjum degi.
Það, sem þú vinnur í þínum verkaliring, getur orðið
eins og vaxögnin, er nærir ljósin logaskæru á altari hins
göfga Guðs.