Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 56
350
Garðar Svavarsson:
Nóv.-Des.
nýr dugur og dáð. Allt varð nýtt. Það fór á sama liátt
og forðum um brauðin og fiskana.
Þessi niðurbrotni, vonsvikni maður, sem Drottinn
blessaði, þegar öll sund virtust vera að lokast, liann varð
síðar í lífinu þúsundum manna til blessunar.
Hann átti eftir fyrir kraft Droltins og blessun að
metta þúsundir órólegra og óráðinna bjartna friði Guðs.
Drottinn blessar bið veika og smáa, og sjá, þá verður
það sterkt og stórt.
Þannig var um brauðið og' fiskana, og' þannig er á
öllum sviðum lífsins, þar sem Drottinn fær að komast
að. Þannig' er um lieimilislífið, þannig er um börnin,
þannig er um ástina í ungum og eldri hjörtum, þannig
er um allt Iiið smáa í rás daglegs lífs. Ef liann fær að
blessa það, þá breytist það alll.
Þessvegna skulum vér staðnæmast frammi fyrir lians
beilögu tign.
Þessvegna skulum vér blessa nafnið bans í lotningu.
Þessvegna skulum vér bvrja dagana með því að minn-
ast hans og eiga við bann samfélag. Það þarf ekki að
vera löng stund — en vér búum að benni allan daginn.
Vér skulum bera börnin vor fram fyrir hann. Vér
skulum bera áhyggjur daglegs lífs fram fyrir hann.
Vér skulum bera ást vora fram fyrir liann, liugðarefni
vor og einnig vonbrigði vor og sorgir og áhyggjur.
Vér skulum bera alll þetta fram fyrir liann, eins og'
forðum voru borin lil hans fimm lítil brauð og tveir
litlir fiskar. Og sjá, í dag mun fara alveg á sama liátt.
Þegar hann liefir blessað allt þetta, farið sínum náð-
arhöndum um allt þetta, sem vér komum með til lians
i einlægni hjartans, þá munum vér mettast, sannar-
lega mettast að friði og gleði og hamingju, sem æðri er
öllum skilningi — einmitt þeirri sönnu liamingju, sem
ekkert í lieiminum getur tekið frá oss.
Garðar Svavarsson.