Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 36
330
Nóv.-Des.
Á 150 ára minningardegl dómkirkjnnnar.
Kafli úr ræðu séra Jóns Auðuns á 21. sd. e. tr.
Á þessum dögum, í nóv. fyrir hálfri annari öld, var merkileg-
ur atburður að gerast í lífi hins ííu ára gamla höfuðstaðar ís-
lands.
Austur í Skálholti hafði setið' um hríð hinn hálærði kirkju-
höfðingi, Hannes Finnsson biskup. En frægðarljómi hans stóð
í öfugu hlutfalli við vegsemd hins forna Skálholtsstaðar, sem bæði
vegna langvarandi niðurníðslu og jarðskjálfanna miklu, 1785,
var því nær eyddur að húsum og dómkirkjan gamla, kirkja meist-
ara Brynjólfs, komin að falli. Það var ekki annað sýnna en, að
þá væru að rætast orð Sveins biskups Péturssonar, hins spaka,
sem sagt er að hefði spáð því, að „eins og Skálholtsstaður hefði
aukizt og elfzt með hefð og herradæmi, svo mundi hann eyðast
með eymd og vesalingsskap". íslenzk niðurlæging á 18. öldinni
verður e. t. v. hvergi augljósari en þegar litið er til hins forn-
fræga staðar og stóls í Skálholti.
Reykjavík hafði um þessar mundir verið gerð að höfuðstað
landsins með kaupstaðarréttindum, og nú litu stjórnarherrarnir