Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 77
Kirkjuritið.
Fréttir.
371
Norrænn prestafundur
var haldinn í Björgvin 28.—30 ágúst. Fulltrúar á honum fyrir
hönd Prestafélags íslands voru þeir: Séra Jakob Jónsson, séra
Sigurbjörn Á. Gíslason og séra Sigurður Guðmundsson. Séra
Jakob ritar um fundinn i Kirkjublaðið.
Danska prestafélagið
álti hálfrar aldar afmæli í októbermánuði síðastliðnum, og var
þess minnzt með hátíðahöldum í Kaupmannahöfn. Fulltrúi
Prestafélags íslands var séra Þorsteinn L. Jónsson, og mun
Iiann síðar skrifa um þau í Kirkjuritið.
Kirkjusaga íslands á ensku.
Dr. John Hood, sem var hér lierprestur á stríðsárunum, liefir
nýlega skrifað á ensku kirkjusögu íslands.
.Bókin hefir, sem vænta má, mikinn fróðleik að færa útlend-
ingum, og er þakkarverð. Hún ber vitni um eljan og natni og
góðan hug til íslendinga. Saga 2 síðustu alda er hlutfallslega
helzt til stutt.
Fjársöfnun til byggingar æskulýðshallar á Húsavík.
Séra Friðrik A. Friðriksson prófastur hefir síðustu árin beitt
sér fyrir fjársöfnun til byggingar æskulýðshallar á Húsavík og
orðið vel ágengt. Gaf safnaðarfólk hans 6000 kr. i þessu skyni á
fimmtugsafmæli lians.
Fjársöfnun til bágstaddra á meginlandi Evrópu
er nú hafin. Ýmsar stofnanir hafa forustu, svo sem Þjóðkirkja
íslands og Rauði krossinn. Mun mega vænta almennrar þátttöku,
því að ægileg hungursneyð vofir yfir Þýzkalandi og Austurríki.
Kirkjuritið hvetur alla til þess að láta eitthvað af liendi rakna
og það sem fyrst.
Fögur gjöf.
Frú Jónína Ólafsdóttir frá Hjálmliolti í Árnessýslu hefir ný-
lega ákveðið í arfleiðsluskrá, að stofnaður skuli af öllum eigum
hennar Styrktarsjóður Jónínu Ólafsdóttur og Margrétar Sigurð-
ardóttur. En Margrét er dóttir hennar, dáin 8. apríl 1944. Fé
sjóðsins skal varið til að styðja að eflingu kristilegs hugarfars
í landinu.
Minningarathöfn á Þingvöllum.
Á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar var haldin minning-
arathöfn að Þingvöllum og duft hans lagt þar í grafreitinn. Dr.