Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 66

Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 66
Ricliard Beck: Nóv.-Dcs. 360 manna, sem þær fjalla um, jafnhliða því og hann lýsir þeim að öðru leyti og ytri atburðum æfi þeirra. Af því, sem séra Kristinn hefir rilað á ensku, má sér- staklega draga athygli að hinu gagnorða og glögga yfir- liti hans yfir sögu Kirkjufélagsins, The lcelandic Luth- eran Synod 1885—1935 (A Survev and Interpretation), sem hann ritaði i tilefni af 50 ára afmæli þess, og út kom í Winnipeg 1935 í sérstökum bæklingi. Þá liefir séra Kristinn unnið harla merkilegt menn- ingarstarf með hinum mörgu almennu fyrirlestrum á íslenzku um þjóðfélagsmál og bókmenntir, sem hann liefir flutt út um bvggðir Islendinga hæði í Bandaríkj- unum og Canada, og er eigi að efa, að þeir hafa fallið i góða jörð hjá mörgum áheyrendum, jafn rökfastur og hann er í liugsun og áheyrilegur í slíkuin málaflutningi sínum. Einnig liefir liann flutt fjölda erinda á ensku máli um kirkju- og menningarmál og um íslensk efni, og með þeim hætti kynnt land vort og þjóð meðal ensku- mælandi manna vestan liafs. Á prestsskaparárum sínum í Seattle var séra Kristinn einnig kennari í grísku, Nýja testamentis skýringu og' fleiri greinum, í lúterska prestaskólanum þar i borg í tvo vetur, og gat sér Jiið hezta orð fvrir það starf sitt Ijæði af hálfu nemenda og' samkennara sinna, enda hef- ir kennsla alltaf veri'ð honum mjög liugstætt viðfangs- efni, svo að nærri lá, að liann gerði Jiana að æfistarfi sínu. Á Seattle-árum sínum tólc hann einnig víðtækan þátt i kirkjulegri og' menningarlegri félagsstarfsemi, og var meðal annars um lirið forseti Leifs Eiríkssonar félagsins, sem vinnur að varðveizlu norrænna menning- arverðmæta og fulltrúar úr liópi allra Norðurlandaliúa á þeim slóðum standa að. Ósjaldan hefir séra Kristinn, eins og vænta má stöðu sinnar vegna, verið fulltrúi Kirkjufélags síns á kirkju- fundum og þingum, og' jafnan komið þar fram með þeim skörungsskap, sem lionum er eiginlegur, ættlandi sínu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.