Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.12.1946, Blaðsíða 45
Kirkjuritið. Sýn Vasils. 339 Hann var aftur einn og skjálfandi í náttmyrkrinu, fallbyssudun- urnar úr fjarska minntu hann aftur á veruleikann. „Viður, viður. Ég átti að finna við“, nöldraði hann. „ En hvar svo sem skyldi vera við að finna á þessari ólukkans eyðimörk. Guð minn. En sú nótt. Stormurinn hýðir eins og svipa og snjór- inn, sem hann lemur framan í mig, stingur mig eins og nálar. — En hvar í fjáranum á ég að finna við“. Vasil stóð kyrr og barði sér, krókloppinn. A þessu reiki hafði hann ekki haldið sér við veginn, hann hafði þrammað eins og blindingur út í nóttina. Hann sá ekki mikið frá sér, en hér og þar sló dökkvari blæ á snjóinn, þar sem mjallariagið var þunnt, hann sá ólögulegar hrúkur, e.r gátu verið hvað sem vera skyldi, grjót- hrúga, dauður hross-skrokkur, heydes fúin og forn. í þessari ískyggilegu einveru næturinnar gátu þær líka verið geigvænlegar — allt gat átt sér stað á stríðstímum. Það fór hrollur um Vasil, og aftur hófst sýnin fyrir augum hans: Þorpið friðsæla. Hann sá á ný aldinhraukana, og handan við girðingu einhvers staðar tók skær meyjarraust undir viðkvæðið í Iaginu, sem pilturinn var að blístra. „Ég verð þó að finna við“, hrópaði Vasil, og hratt frá sér þessum friðarsjónum. „Hinum er helkalt, og ekki get ég verið á þessu göltri í alla nótt“. Hann leit aftur í kringum sig og þótti sem hann gæti greintí dökka línu, upphleyptan þjóðveginn ekki óralangt frá — gangan myndi verða auðsóttari þar. Hann tók að brjótast hægf, og með erfiðismunum í áttina til þessa troðnings. Óslétt var undir fæti, hann var þreyttur og dauðkalt á fótum. Allt í einu stóð hann kyrr. — Hvað var þarna yfir frá? Þrír krangalegir draugar hlið við hlið — þrjár forneskjulegar, ein- mana beinagrindur, sem sköguðu óljóst upp í náttmyrkrið. Hjartað tók að hamast í brjósti honum og sviti spratt fram í lófana. Hvað var þetta? En hvað nótin var ægilega einmanaleg. þó, hví skyldi hann vera hræddur. Vofur voru vofur — sauð- meinlausar — þá var stórum lakara að hitta fyrir bráðlifandi Þýzkara. Og þó á þessu augabragði var hann ekki alveg viss um það nema hann vildi heldur fást við Þýzkara. Vasil herti sig þó upp og skálmaði til drauganna þriggja, sem stóðu grafkyrrir og lofuðu honum að koma nær — þrír krossar, þrír einmana, veðurbarðir trékrossar. Þrjár yfirgefnar grafir. Vasil gjörði krossmark fyrir sér ósjálfrátt og muldraði bæn fyrir hinum látnu. Hann starði höggdofa á þessar þrjár dapur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.