Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 45

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 45
Kirkjuritið. Sýn Vasils. 339 Hann var aftur einn og skjálfandi í náttmyrkrinu, fallbyssudun- urnar úr fjarska minntu hann aftur á veruleikann. „Viður, viður. Ég átti að finna við“, nöldraði hann. „ En hvar svo sem skyldi vera við að finna á þessari ólukkans eyðimörk. Guð minn. En sú nótt. Stormurinn hýðir eins og svipa og snjór- inn, sem hann lemur framan í mig, stingur mig eins og nálar. — En hvar í fjáranum á ég að finna við“. Vasil stóð kyrr og barði sér, krókloppinn. A þessu reiki hafði hann ekki haldið sér við veginn, hann hafði þrammað eins og blindingur út í nóttina. Hann sá ekki mikið frá sér, en hér og þar sló dökkvari blæ á snjóinn, þar sem mjallariagið var þunnt, hann sá ólögulegar hrúkur, e.r gátu verið hvað sem vera skyldi, grjót- hrúga, dauður hross-skrokkur, heydes fúin og forn. í þessari ískyggilegu einveru næturinnar gátu þær líka verið geigvænlegar — allt gat átt sér stað á stríðstímum. Það fór hrollur um Vasil, og aftur hófst sýnin fyrir augum hans: Þorpið friðsæla. Hann sá á ný aldinhraukana, og handan við girðingu einhvers staðar tók skær meyjarraust undir viðkvæðið í Iaginu, sem pilturinn var að blístra. „Ég verð þó að finna við“, hrópaði Vasil, og hratt frá sér þessum friðarsjónum. „Hinum er helkalt, og ekki get ég verið á þessu göltri í alla nótt“. Hann leit aftur í kringum sig og þótti sem hann gæti greintí dökka línu, upphleyptan þjóðveginn ekki óralangt frá — gangan myndi verða auðsóttari þar. Hann tók að brjótast hægf, og með erfiðismunum í áttina til þessa troðnings. Óslétt var undir fæti, hann var þreyttur og dauðkalt á fótum. Allt í einu stóð hann kyrr. — Hvað var þarna yfir frá? Þrír krangalegir draugar hlið við hlið — þrjár forneskjulegar, ein- mana beinagrindur, sem sköguðu óljóst upp í náttmyrkrið. Hjartað tók að hamast í brjósti honum og sviti spratt fram í lófana. Hvað var þetta? En hvað nótin var ægilega einmanaleg. þó, hví skyldi hann vera hræddur. Vofur voru vofur — sauð- meinlausar — þá var stórum lakara að hitta fyrir bráðlifandi Þýzkara. Og þó á þessu augabragði var hann ekki alveg viss um það nema hann vildi heldur fást við Þýzkara. Vasil herti sig þó upp og skálmaði til drauganna þriggja, sem stóðu grafkyrrir og lofuðu honum að koma nær — þrír krossar, þrír einmana, veðurbarðir trékrossar. Þrjár yfirgefnar grafir. Vasil gjörði krossmark fyrir sér ósjálfrátt og muldraði bæn fyrir hinum látnu. Hann starði höggdofa á þessar þrjár dapur-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.