Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 42
40
KIRKJURITIÐ
I þeim minningum tala enn til vor hin postullegu orð:
„Eins og hryggir, en þó ávallt glaðir, eins og fátækir, en
auðgum þó marga, eins og öreigar, en eigum þó allt.“
Sá, sem Kristseðlinu hefir þjónað, af ýtrustu viðleitni og
trúmennsku, með sjálfum sér og öðrum mönnum, hann
hefir lifað auðugu lífi.
Um það vitnar líf og starf séra Þorvarðs Þorvarðssonar
frá Vík.
Sveinbjörn Högnason.
Graískiiít ytir Bjarna Jónsson í Sjávarborg.
(Úr bréfi til ritstjóra Kirkjuritsins frá Jóni Þ. Björnssyni,
skólastjóra á Sauðárkróki.)
í kandídatatali Prestaskólans las ég um afa séra Þorkels
Bjarnasonar á Reynivöllum, að hann (Bjarni Jónsson, Sjávar-
borg) sé dáinn „fyrir 1840.“ Þetta er að vísu rétt, en ónákvæmt.
Og af því að ég þykist geta gefið nánari upplýsingar, skrifa
ég þetta.
Ég komst, (er ég var farkennari um s. 1. aldamót, áður en
ég fór til Danmerkur) yfir grafskrift vel samda og listilega
skrifaða, er gjörð hafði verið yfir Bjama Jónsson, Sjávarborg,
og eftir henni sjálfri að dæma verið upphengd í Sjávarborgar-
kirkju í þann tíð. Tók ég afskrift af grafskriftinni og bjargaði
henni þannig frá glötun, því eftir 8 ár skoðaði ég aftur blaðið,
og var þá skriftin alveg máð. — En þar stendur þetta eða stóð:
Hér huldust bein helguðum moldum
Bjama Jónss. í jarðarskauti.
Geymdi hann síðast Guðshúss þessa
og þá yrkti jörð, er á það stár.
Nítugasta ár, næstrar aldar
octóbers var hann alinn á degi