Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 9
ÞAÐ, SEM GRÆR 7 eilífðar vegna styrjaldareimsins, sem héðan berst, eins og með okkur sé víti sjálft. öllu illgresinu, sem sáð er í akurinn, verður gjöreytt. Eiturjurtimar munu upprættar verða. En hversu voðalegt engu síður að hafa unnið að gróðursetningu þeirra, hið innra eða hið ytra, í lífi manna á milli, einstaklinga, stétta, þjóða. Um áramótin gjörum við fjárhagsreikning okkar, og þjóðirnar miða einnig við þau sín reikningsskil. En hvað er um andans haginn? Hvað gróðursetur þú og hefir gróðursett á liðnu ári og árum? Og hvað gróðurset ég? Er sú gróðursetning að vilja Guðs? Eða er það eigingjarn og afvegaleiddur vilji okkar sjálfra, sem þar hefir mestu um ráðið? Er sæðið gott, sem við stráum umhverfis okkur á heimilum okkar og í verkahring okkar, eða hvar sem við förum? Er það frá okkar himneska föður? Hlýtur ekki margur maðurinn að þurfa að játa: Sáð hefi ég niður syndarót, og biðja til Guðs: Lát engan gjalda eftir mig illsku né synda minna. Og ekki er þjóð okkar betur á vegi stödd. Þegar hún heldur þennan reikning við sjálfa sig, má henni ægja innri ófriður, úlfúð og tortryggni og öllu öðru fremur sá gróð- ur, sem hún býr uppvaxandi kynslóð. Við, sem höfum átt einhverjar fegurstu gullaldarbókmenntir allra þjóða, höf- um nú allskonar óhroða að verzlunarvöru, siðgæði og trú til niðurdreps. Sú barátta verður aðeins til tjóns. Og illgresisgróður- inn mun um síðir upprættur verða. En það grær, sem hinn himneski faðir hefir gróðursett. Og til þess notar hann veika og ófullkomna menn, ef þeir rísa ekki gegn þvi heldur leggja allt honum á vald. Samverkamenn Guðs erum vér, segir Páll postuli. Það er fagnaðarefnið mesta. Við skulum því leitast við að helga líf okkar hinni eilífu gróandi — taka þá stefnu með hækkandi sól. Þá hættir hugann að sundla, er hann horfir á öldufallið í straum- röst tímans, og harmar það ekki, þótt ár og dagar hverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.