Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 24
22 KIRKJURITIÐ og hata það, sem þeir dáðu áður, en játa það, sem þeir áður hötuðu. Slíks þekkjast mörg dæmi. Þannig er ástatt um oss alla, kristna menn. Og vér erum margir. Það er jafnvel sagt, að vér höfum lagt undir oss allt ríkið. Það eru kristnir menn úti í sveitunum, í borgarvirkjunum og úti um eyjar. Og það er kvartað um, að allir eigi á hættu að geta snúizt til kristinnar trúar, karlar og konur, ungir og gamlir, ríkir og fátækir, háir sem lágir. Hver er ástæð- an fyrir þessu? Skyldi það ekki geta skeð, að eitthvað sé þá varið í kristindóminn? Þessu er ekki svarað, því að menn óttast rannsóknina. Menn vilja ekki þekkja kristin- dóminn, af því að menn hata hann fyrirfram. En nú kann að mega segja sem svo, að málefnið þurfi ekki að vera gott, þó að margir aðhyllist það, því að margir séu þeir, sem aðhyllist það, sem illt sé og heimsku- legt. En þá ber þess að gæta, að hið raunverulega illa blæs oss í brjóst ótta og blygðun. Þegar illir menn eru gripnir í vömmunum, finna þeir til sektar sinnar, skelf- ast, neita eða afsaka sig, og reyna á allan hátt að velta af sér sökinni. Þannig er þessu ekki farið með kristna menn. Þeir gleðjast, þegar þeir eru handteknir, þeir reyna ekki að verja sig, þegar þeir eru ásakaðir, þeir játa sök sína, að þeir séu kristnir. Og þegar þeir eru dæmdir, þakka þeir dómurum sínum. Látum svo heita, að vér séum miklir glæpamenn, en hvers vegna er þá farið öðruvísi með okkur en aðra glæpamenn? Þeir fá sjálfir að tala eftir vild og geta leigt sér verjendur, og ekki er leyfilegt lögum samkvæmt, að dæma nokkurn mann án yfirheyrzlu og varnar. En um kristna menn er öðru máli að gegna. Það þykir bara nóg, að þeir játi, að þeir séu kristnir. Þegar um er að ræða morðingja, musterisræningja og upphlaupsmenn, krefjist þér vitna, hversu oft, hvar og hvenær glæpurinn hefir verið drýgður, og þér viljið vita um alla meðseka í glæpnum. En þannig er ekki farið að við oss kristna menn. Þér haldið því fram, að vér séum barnamorðingjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.