Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 20
Varnarrceða Tertúllians.
Þegar liðið var fram um miðja aðra öld eftir voru
tímatali, var kristindómurinn farinn að ryðja sér svo
mjög til rúms í rómverska ríkinu, að það var orðið reglu-
legt vandamál fyrir yfirvöldin, hversu með skyldi fara.
Enda þótt Rómverjar væru yfirleitt umburðarlyndir 1
trúmálum eins og gerist og gengur um yfirráðaþjóðir og
engir ofstækismenn í þeim sökum sjálfir, þá gat alls ekki
hjá því farið, að kristnir menn lentu á öndverðum meið
við ýms lög og fyrirmæli, sem brutu í bága við eingyð-
ishugmyndir þeirra. Gerðu þeir það að sáluhjálparsök,
að stíga þar út af vegi réttlætisins, sem aðrir sáu aðeins
meinlausa venju, er engum gerði mein, ef hann hélt sinn
einkaátrúnað í hjarta sínu. Siðgæðiskröfur kristindóms-
ins voru að þessu leyti hærri en flestra annarra trúar-
bragða á yfirráðasvæði Rómverja, og mátti þó segja,
að þar ægði saman mörgum sundurleitum trúarskoð-
unum. En það, sem mest varð til ásteytingar, var keisara-
dýrkunin. Kristnum mönnum, og reyndar Gyðingum líka,
var það mikil viðurstyggð, að veita keisaranum guðlega
lotningu, og þótti þeim það hin hræðilegasta guðlöstun.
Hefir þetta sennilega verið af rómverska ríkinu hugsað
sem stjómmálabrella, til að styrkja einingu ríkisins, og
því verið strangar eftir því litið en ella mundi. Allir þeir,
sem ekki fengust til að hlíta þessum fyrirmælum, voru
því að sjálfsögðu tortryggðir sem fjandmenn ríkisins og
á þá litið sem drottinssvika. Má þá og nærri geta,
hverju múgheimskan hefir fengið áorkað í því, að afflytja
hina kristnu trúarflokka og skapa andúð gegn þeim bæði
fyrir hleypidóma og upplognar sakir.