Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 68
66
KIRKJURITIÐ
til þess að blóm og aldini vaxi á þeim. Á vetuma var hann
rétt eins og blaðlaust tré og hálfdautt. Gaddfreðin jörðin
var ekki góð fyrir leikarann. Og eins og flugan, sem
Marie de France kveður um, þoldi hann bæði hungur og
kulda á veturna. En hann var hjartahreinn, og hann bar
raunir sínar með þolinmæði.
Hann hafði aldrei hugleitt uppruna auðæfanna og mis-
jöfn kjör mannanna. Hann hafði þá bjargföstu trú, að
ef þessi heimur væri vondur, hlyti hinn að vera góður,
og í þessari von lifði hann. Hann fetaði ekki í fótspor
þjófóttra loddara og töframanna, sem seldu sál sína
djöflinum. Hann lagði aldrei Guðs nafn við hégóma,
hann lifði heiðarlega, og þó að hann ætti enga konu,
girntist hann ekki konu náungans, því að konan er
hættuleg sterkum mönnum, svo sem augljóst er af sögu
Samsons, sem sögð er í ritningunni.
Satt að segja var hann ekki hneigður fyrir líkams-
munuð, en honum var erfiðara að hafna vínkrúsinni en
konunni. Hann var engan veginn drykkfelldur, en honum
þótti gott að fá sopa, þegar heitt var í veðri. Hann var
vænn maður, óttaðisUGuð og dýrkaði af heilum hug hina
blessuðu mey.
Aldrei lét hann hjá líða, þegar hann kom inn í kirkju,
að falla á kné frammi fyrir líkneski móður Drottins og
mæla til hennar þessi bænarorð:
,,Frú mín, gæt mín, þangað til Guði þóknast að ég
deyi, og þegar ég er farinn héðan, veit mér þá að öðl-
ast sælu paradísar."
n.
Svo var það eitt kvöld; það hafði rignt um daginn og
hann gekk, dapur í bragði og niðurlútur, og bar undir
hendinni gamla klæðið, sem hann hafði vafið utan um
kúlurnar sínar og handsöxin, og hann leitaði að einhverri
hlöðu til að sofa um nóttina; ekki var nú um mat að