Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 17
Úr áramóta hugleiðingu.
Nú liggur næst fyrir, að hvessa sjónir fram á við, snúa
andlitum sínum til hins heilaga austurs, morgunáttarinnar,
bera fram óskir sínar og vonir, vinna stór heit og ráðg-
ast um það, hvernig öllum hugðarefnum megi fleyta fram
til uppfyllingar, svo að land okkar og lýður megi sem
mesta blessun af hljóta á komandi tíð. En þá vandast nú
málið. Ég er að vísu sannfærður um, að þeir eru fáir,
sem innst inni vilja ekki þjóð sinni vel og ekki vildu jafn-
vel eitthvað á sig leggja henni til hagsbóta, þegar í harð-
bakka slær, en um hitt, hvers hún þarfnist helzt og hvaðá
leið beri að velja, til að ná því, um það eru skoðanir vanar
að vera skiptar, enda er það eðlilegt.
Fyrir nærri f jórum tugum ára sendi blað eitt í Englandi
út áramótafyrirspurn til ýmissa þektra gáfumanna og
leiðtoga þjóðarinnar um það, hvað þeir teldu vera mikil-
vægasta áhugamálið í stjómarfari, mannfélagsskipulagi
og trúarefnum ársins.
Mörg svör bámst. Og enda þótt þau séu nú bráðum 40
ára gömul og þar að auki miðuð við þarfir og staðhætti
erlendrar þjóðar, þá getur verið lærdómsríkt fyrir okkur
að rifja þau upp nú, þegar við ákveðum stefnu okkar við
anddyri ársins og berum fram óskir og álit um fram-
tíðarþarfir Islands og Islendinga. Að minnsta kosti ættu
þau að geta orðið okkur til íhugunar og ef til vill ein-
hverrar leiðbeiningar.
Fyrsta svarið var frá presti einum og hélt hann því
fram, að velferðarmál daglaunalýðsins væri þýðingarmesta
málið á dagskrá þjóðarinnar.
Skólastjórinn í frægasta háskóla Englands, próf. Car-
penter í Oxford, bendir á alþjóðafriðinn og friðsamari
skipti um deilumálin innanlands sem mest aðkallandi vel-
ferðarmál.