Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 70

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 70
68 KIRKJURITIÐ kepptust munkamir við að dýrka hina blessuðu mey, og hver þeirra neytti til þjónustu við hana allrar þeirrar vizku og íþróttar, sem Guð hafði gefið þeim. Ábótinn setti saman bækur, sem fjölluðu um dyggðir Guðs móður samkvæmt reglum skólaspekinnar. Bróðir Mauritius skrifaði þessar ritgerðir af mikilli list á bókfellsblöð. Bróðir Alexander lýsti bókina með fögrum smámyndum. Þar gat að líta himnadrottninguna sitjandi í hásæti Saló- mons; við fætur hennar voru fjögur ljón og héldu vörð; umhverfis höfuð hennar með geislabauginn flögruðu sjö dúfur, en þær táknuðu sjö gjafir heilags anda, guðsóttann, guðræknina, fróðleikinn, styrkinn, ráðsvinnuna, skilning- inn og spektina. Með henni voru sex meyjar gullinhærðar: Auðmýktin, Hyggnin, Einveran, Virðingin, Meydómurinn og Hlýðnin. Við fætur hennar voru tvær vemr, naktar og alveg mjallahvítar; þær voru sýnilega að biðja sér líknar. Þær táknuðu sálirnar, sem beiddust hins máttuga árnaðarorðs hennar, og vissulega varð sú bæn ekki til einskis. Bróðir Alexander sýndi á annarri blaðsíðu Evu and- spænis Maríu, svo að menn sæju í einu syndafallið og endurlausnina, hina auðmýktu konu og hina upphöfnu mey. 1 þessari bók voru líka forkunnar fagrar myndir af brunni hins eilífa vatns, lindinni, liljunni, tunglinu, sól- inni og lokaða garðinum, sem talað er um í lofkvæðinu, hliði himinsins og borg Guðs, en þetta eru allt tákn meyjarinnar. Bróðir Marbodus var sömuleiðis einn hinna ástfólgnu barna Maríu. Hann var stöðugt að höggva líkneski úr steini, svo að skeggið á honum, augabrúnimar og hárið var allt hvítt af ryki, og augun í honum voru sífellt þrútin og vot, en hann var fullur af krafti og gleði, svo gamall sem hann var, og það var sýnt, að drottning paradísar hélt verndar- hendi yfir elli þessa barns síns. Marbodus gerði mynd af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.