Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 9

Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 9
FORSETI ISLANDS, SVEINN BJÖRNSSON 73 Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, andaðist, eins og kunnugt er, í Reykjavík hinn 25. jan. síðastliðinn á 71. aldursári. Með Sveini Björnssyni hneig til moldar einn af mœtustu sonum íslenzku þjóðarinn- ar, sem sakir vitsmuna, þekkingar og göfug- mennsku þótti sjálfkjörinn til þess að skipa ceðsta virðingarsess með þjóðinni sem fyrsti forseti hins endurreista lýðveldis. Þá átti ís- lenzk kristni einnig góðum vini að mœta, þar sem Sveinn Björnsson var. Hann var örugg- ur málsvari kirkjunnar og lét sér annt um viðgang hennar, enda gœddur ríkum skiln- ingi á gildi kirkjulegrar starfsemi í þjóðlifi voru. íslenzk þjóð og íslenzk kirkja minnist hins fyrsta forseta með virðingu og þakklátum hug. Og vér biðjum honum blessunar Drott- ins á fegra landi. Húlfdan Helgason.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.