Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 20

Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 20
Séra Haukur Gíslason. Þegcir ég fyrir nærfellt hálfri öld kom til Kaup- mannahafnar, voru í Dan- mörku starfandi 2 prestar, er báðif höfðu lokið stúd- entsprófi hér 1885, þeir Magnús Þórður Magnússon, bróðursonur síra Matthías- ar Jochumssonar, og Adolf Niclassen. Höfðu þeir báðir lokið prófi við háskóla Kaupmannahafnar 1891, voru kunnir áhugamenn, prýði stéttarinnar, og áttu ávallt vinsældum að fagna hjá hinu danska safnaðar- fólki, er naut langrar þjón- ustu þeirra. Þriðji prestur- inn bættist við, og gegndi hann preststarfi í Danmörku um 40 ára skeið. Hafa þessir 3 prestar kvatt þenna heim, og andaðist hinn síðasti þeirra, síra Haukur Gíslason, 14. janúar þ. á. Þeim smáfækkar Islendingunum, sem lokið hafa guðfræðinámi í Danmörku. Eru nú 2 enn á lífi, síra Sveinbjöm Högnason prófastur og ég, og nú er enginn Islendingur starfandi prestur á danskri grund.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.