Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 28

Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 28
92 KIRKJURITIÐ uppeldi og flestir betra en nú gjörist, þar sem hinu mikla leikmannastarfi, heimilisguðrækninni, var þá ekki farið að hnigna verulega. Þeir munu því bera þess menjar. Ef til vill verður einhverjum að spyrja, hvort leggja beri nokkra sérstaka áherzlu á kirkjusókn og safnaðarlíf og hvort hver og einn sé ekki jafngóður kristinn maður og kirkjunnar meðlimur, hvað sem því líður. Ég vil byrja á að svara með annari spurningu. Hvað myndi vera sagt um bónda, sem léti sér nægja að halda húsum á jörð sinni í sæmilegu horfi, en hreyfði ekki hönd né fót til að bæta jörðina eða styðja ræktunarsamtök sveitarinnar? Myndi hann vera talinn góður bóndi og stoð landbúnaðarins, enda þótt honum þætti í raun og veru vænt um jörðina sína og viðurkenndi í hjarta sinu gagn og nauðsyn jarð- ræktarinnar? Roskinn maður, sem er tíður kirkjugestur, kveðst veita því eftirtekt, að af því fólki, sem venjulega sækir kirkju hans, sé nærri enginn fyrir innan þrítugt. Honum verður hugsað um, hvernig fara muni um kirkjusókn og kirkju- líf, þegar þetta fólk er fallið frá eða hætt að geta sótt kirkju. Og þá er komið að því atriði, sem ég vil gjöra að umtalsefni. Það er trúar- og kirkjulíf unga fólksins, ung- mennanna og bamanna. Hver sá, sem er í raun og sannleika kristinn og sann- færður um gildi og nauðsyn kristindómsins fyrir einstak- linga og þjóðlífið í heild, getur ekki varið það fyrir sam- vizku sinni að vanrækja kirkjuna og vera hlutlaus og at- hafnalaus í kirkjulegu lífi og starfi. Það miðar að því að sljóvga hvem hæfileika, að láta hann ekki fá að njóta sín í starfi. En einkum má ekki gleyma því, að dauft eða hálf- dautt kirkjulíf er ekki einungis hverjum einum til ógagns sjálfum, heldur einnig til tjóns og andlegs niðurdreps öðr- um, sem ef til vill þurfa á stuðningi og góðu eftirdæmi að halda. Þá eru það ekki sízt börnin og óráðin ung- mennin, sem hér koma til greina. Flestallir foreldrar vilja börnum sínum hið bezta. Það

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.