Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 32

Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 32
96 KIRKJURITIÐ ur guðspjallsins frá altarinu, — sem er hámark guðsþjón- ustunnar —, rís söfnuðurinn úr sætum og svarar stand- andi. Kirkjusiðirnir eru ytra form og tjáning ákveðinna at- riða í tilbeiðslu, og þeir miða að því sama og þögnin og hátíðleikinn við guðsþjónustuna, það er að stilla og sam- stilla hugina í þeim hugblæ, sem eykur hin helgu áhrif hennar. Það myndi þykja óhafandi og vera átalið harðlega, ef leikhúsgestir, sem horfa á áhrifamikinn sjónleik, eða hlusta stórhrifnir á fullkomna tónlist og hrífandi söng, væru truflaðir af umgangi eða öðrum hávaða. En slíkar truflanir koma oft fyrir við guðsþjónustu, jafnvel þegar verst gegnir, t. d. við bænargjörð og lestur úr ritningunni. Það sýnir skort á skilningi á eðli guðsþjónustunnar, og á ekki að koma fyrir. Guðsþjónusta er meiri en sjónleikur eða söngleikur. Ég mun nú Ijúka máli mínu. Ýmsum kann að finnast, að hér sé fullmikið um aðfinnslur og vandlætingu og ein- hver kann að móðgast. Ég tel það í sjálfu sér ekki illa farið, ef það mætti verða til frekari umhugsunar. Það er betra að vakna úrillur en að geta ekki vaknað. Sé á ann- að borð rætt um kirkjulíf vort, þá verður að gjöra það í fullri hreinskilni og draga ekki fjöður yfir það, sem áfátt er. Það er ekki velvild og sú kurteisi er misskilin og getur hefnt sín. Það er ekki af fordild, ráðríki né ofstæki, að áhugamenn um trúmál vilja vekja þjóðina til umhugsunar og starfs í kirkju Krists. Það er blátt áfram af því, að þetta er bláköld nauðsyn og úrslitaatriði um velferð hverr- ar þjóðar og alls mannkyns. Þetta er ekki aðeins trúboð, heldur starf og barátta fyrir afdrifaríkustu og mikilvæg- ustu málefnum hverrar þjóðar. Árni Árnason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.