Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 38
102 KIRKJURITIÐ ingar hafa náð annars staðar bæði fyrr og síðar. Hafi eitt- hvað skort á siðgæðisþroska þeirra, var trúarþroskinn þeim mun meiri. Lengst komst spámaðurinn Elía. Nafn hans, á hebresku Elijjahu, þýðir „Jahve er minn guð“, og er það yfirskriftin yfir lífi hans og starfi. Elía starf- aði á dögum Akabs konimgs á 9. öld f. Kr. Erlendur átrún- aður hafði þá náð mikilli útbreiðslu meðal fsraelsþjóðar- innar. Var það svonefnd Balstrú, en svo er trú Kanverja og Fönikíumanna nefnd af því, að þeir kölluðu guði sína Bal, en orðið þýðir herra. fsraelsþjóðin hafði einnig tekið upp nýja lifnaðarhætti og siðavenjur, sem braut í bága við Jahvetrúna. Elía hóf baráttu gegn hvoru tveggja. Sag- an man eftir, að hann og Bals-spámenn áttust við á Kar- mel. Hefir komið í ljós við fornleifagröft, að Fönikíumenn áttu land að Karmel-höfða á dögum Akabs konungs. Elía markar tímamót í sögu spámannahreyfingarinnar. Honum svipar að mörgu til ritspámannanna svo nefndu, en með þeim hefst þriðja og æðsta stig spámannastarf- seminnar í ísrael. Ritspámenn eru þeir nefndir af því, að spádómar þeirra voru skrifaðir niður og hafa því varð- veitzt síðari kynslóðum. — En spámannahreyfingin eins og hún var á öðru stiginu, lifir þó áfram. Atvinnuspámenn ferðast um landið. Er tímar líða frama, gerast þeir flestir heillaspámenn, er „spá hamingju meðan þeir hafa nokk- uð tanna milli, en segja þeim stríð á hendur, er ekki sting- ur neinu upp í þá“, svo að notuð séu orð Míka spámanns. (Míka 3, 5). Við helgidómana víðs vegar um landið starfa spámenn. Þeir eru þar fastir embættismenn. Eitt aðalstarf þeirra mun hafa verið í því fólgið að syngja helgisöngva við guðs- þjónusturnar. Helgisöngvar þessir voru víxlsöngvar. Söng- kór flytur bæn, en spámaðurinn svarar í nafni Guðs. Þannig voru spámenn helgidómanna „munnur Guðs“, en það heiti notar ritningin um spámennina yfirleitt. Ýmsii’ sálmar Gamla testamentsins eru taldir runnir frá þessum spámönnum. Þykir margt benda til þess, að spámennirnii’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.