Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 45
SPÁMENN GAMLA TESTAMENTISINS 109
ingar. Þannig er um Israel. „Borgir hennar skulu standa
í eyði óbyggðar og húsin mannlaus og landinu verða gjör-
eytt“ (Jes. 6,11). Mun þá enginn bjargast? „Eins og hirð-
irinn bjargar tveimur fótum eða snepli af eyra úr gini
ijónsins, svo skulu Israelsmenn bjargast“, segir Amos
(Amos. 3,12). — Það er myrkur, en ekkert Ijós í fyrstu
spádómum ritspámannanna. — Þó er eins og rofi til fyrir
hugarsýn þeirra við og við. Vonin lifir, enda þótt vissan
sé örugg um, að þjóðinni verði ekki bjargað. — Ákefð
spámannanna í að boða þjóðinni, hvað hún eigi að gera
og hversu hún á að breyta, verður naumast skilin á ann-
an hátt: „Leitið hins góða, en ekki hins illa, til þess að
þér megið lífi halda“. „Hatið hið illa og elskið hið góða;
oflið réttinn í borgarhliðinu. Má vera, að Jahve, Guð her-
sveitanna, miskunni sig þá yfir leifar Jósefs“ (Amos. 5,
14—15). Og vonameistinn glæðist. Hugmyndin um „leif-
av. sem muni aftur hverfa“ til Guðs, kemur fram hjá
■fosaja. Hann sér enn lengra fram. „Sú þjóð, sem í myrkri
gengur, mun sjá ljós; yfir þá, sem búa í landi náttmyrkr-
anna, skín ljós“, „því bam er oss fætt, sonur er oss gef-
hin“ (Jes. 9, 2, 6). Vonin um Messías, drottins smurða,
verður til. Hvers vegna né hve nær. Því getur enginn svar-
að. En sá spámaðurinn, sem birtir strangastan dóminn,
gofur dýrlegust fyrirheit. — Svo skall ógæfan yfir. Baby-
loníumenn lögðu Gyðingaland undir sig og eyddu Jerú-
Salem. Israelsþjóðin eða stór hluti hennar var herleiddur
fil Babel. — Líf þjóðarinnar og lifnaðarhættir breytast.
^ismunur ríkra og fátækra máist út. Guðsdýrkunarsið-
lrnir, sem þjóðin hafði sett svo mikið traust til, verða
okki lengur hafðir um hönd. Musterið liggur í rústum,
helgistaðirnir í auðn. En Guð talar til þjóðarinnar fyrir
oninn spámannanna sem fyrr. En boðskapurinn er nú
huggun, hvatning, hughreysting og fyrirheit. Jafnvel spá-
^enn, sem áður boðuðu refsingu, boða nú endurreisn og
Jartari tíma. Svo er um Ezekíel. Spámaðurinn sér sýn:
nl fullan af beinum. Hann fær skipun um að tala af eld-