Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 47
SPÁMENN GAMLA TESTAMENTISINS
111
hugsa sér líðandi þjón Guðs. Kristnir menn þekkja einn,
sem var líðandi þjónn, Jesú Krist. Þeir vita líka, að þján-
ing hans varð öðrum til blessunar. — Spámaðurinn
óþekkti hafði rétt fyrir sér. Kyros lagði Babel undir sig
539. Hann gaf Gyðingum heimfararleyfi árið eftir. Nýtt
tímabil spámannastefnunnar hefst. — Spámenn gerast
aðalhvatamenn viðreisnarstarfsins heima. Koma þarf á fót
nýju þjóðfélagi. Söfnuður þarf að myndast. Musterið í
Jerúsalem verður að rísa að nýju. — Þróttur spámanna-
stefnunnar er þó engan veginn hinn sami og fyrr. Því
lengra sem líður, því færri verða spámennirnir, og þeim
uiun minni kraftur fylgir boðskapnum. — Ber margt til.
Trú þjóðarinnar verður meir og meir lögmálsbundin bók-
stafstrú, en andinn er á förum. Að lokum er svo komið á
úögum Makkabeanna á 2. öld f. Kr., að spámaður finnst
enginn meðal þjóðarinnar. — Blómlegasta greinin á trúar-
meiði Israels var hætt að skjóta frjóöngum. Mikla blessun
hafði þjóðin hlotið af starfi spámannanna. Kynslóðirnar
hafa æ síðan sótt í rit þeirra hvatningu, uppörvun, hugg-
un og von. En rúmri öld síðar kom hann, sem spámenn-
irnir á dýrlegustu augnablikum sáu fram til, hann, sem
var fylling fyrirheitanna, hann, sem er drottinn vor og
frelsari. Kristi lútum vér, spámanninum æðsta.
Guðmundur Sveinsson.
Saknaðarstef,
Sýndist mér sól
sortna á himni,
en fyrir nágusti
norðurljós slokkna.
Stjörnur og máni
steypast niður,
og myrkvast land allt,
er Matthías dó.
Jón G. Sigurðsson frá Hoftúnum.