Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 49

Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 49
Þrettándaspjall 1952. [Úr bréfi til ritstjóra Kirkju- ritsins.] Ég þakka þér fyrir ágæta ræðu í Háskólakapellunni í dag, yinur, og sálmavalið. Það er hressing og styrkur fyrir oss, sem 1 dreifingunni og tribulationinni búum, og sjáum ekki út úr aUgunum fyrir sterkviðris hríðarbyl, að heyra innblásnar ræð- Un og voldugan, sálarhlýjan, heilhuga sálmasöng, þar sem hver salmur, sunginn undan hjartarótum trúaðra skáldjöfra, er nægtanóg efni í úrvalsræðu. Samt hefði ég — auk Brorsons, Matthíasar, Grundtvigs og Hallgríms sálmperlunnar — líkleg- ast einnig viljað syngja, auk stjömusálms Grundtvigs og Bíle- ams, eða réttara sagt Bíleams og Grundtvígs, sálm J. H. New- mans> kardínála, sem orkti, nýstaðinn upp af sóttarsæng á Sikiley — ;>þar sem hann mátti ekki vera að eyða tíma í að ^eyja, vegna þess að hann hafði verk að vinna“, sálminn: Lýs milda ljós. Hann orti sálminn á leiðinni frá Palermo til Mar- seille, og 5 dögum eftir heimkomu hans flutti Keble ræðuna, sem kom af stað „Oxford-hreyfingunni“, til verndar postullegu kiskupserfðakirkjrmni Mér finnst sálmurinn: Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, þvi nú er nótt, og harla langt er heim, ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt, eiga svo vel við krossfararasöng kynslóðanna í pílagrímsför aldanna. Hefðu vitringarnir, sem sáu stjörnuna og leituðu „hins ný-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.