Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 54

Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 54
118 KIRKJURITIÐ mætasta ilmefnið, reykelsið, og dýrmætasta kryddið, myrruna, sem land þeirra hafði að bjóða. Þannig hefir það verið og verður á öllum tímum, þegar mennimir finna Krist. Þedr færa honum að fóm sjálfa sig — og allt það bezta, sem þeir eiga. Og enn — á þessum jólum, og sérstaklega á þessum dögum, er fjöldi fólks á leiðinni til Betlehem, til að sjá jólastjömuna. í allri angist mannlífsins, rótleysi þess, styrjöld þess og kvöl- um, öllum vísindum þess og tækni, auði þess og allsnægtum, grátlegri eymd þess og allsleysi, tárum þess og blóði — er mannkynið, sennilega aldreíi eins og nú, á leið með vitringunum frá Austurlöndum, til þess að leita að Honum, sem einn getur svarað hinni brennandi spumingu mannshjartans og svalað hinni stjómlausu og óræðu þrá og þörf mannssálarinnar, hinn- ar hámenntuðu mannssálar, eftir öryggi, hvíld og friði í Guði sínum og skapara. Og það er þessi jólastjarna ein, sem leið- beint getur veröldinni til þess að eignast þennan frið og þessa eilífu, heilögu jólagleði. Þú hefir tekið eftir því, hvernig æðstu prestamir og fræði- menn lýðsins í Jerúsalem höguðu sér, þegar Heródes konung- ur fór að leita upplýsinga hjá þeim um, hvar Kristur ætti að fæðast. Það stóð ekki á svarinu. Þeir vissu það. En þess er ekki getið, að þeir hafi sjálfir, prestamir og fræðimennimir, farið að sjá bamið — og fagna því. En hvað þetta hefir breytzt — nokkrir hirðar og þrír lang- ferðamenn hin fyrstu jól. En nú hefir kirkja Jesú Krists ómað öll um alla veröld á þessum jólum. Þú manst eftir þessu broti úr stórborgarlífs lýsingu eftir skáldið Einar Benediktsson: Hér berst og iðar heimsins hjarta, hér hrærist dælan gulls og blóðs, er innst við rætur ormar narta. En æðin slær við bakkann svarta svo hljótt með lífsstraum fjöru og flóðs. Það var einmitt á einum slíkum stað, sem ungur áhugasam- ur prédikari sló upp tjaldi sínu, fyrir nokkrum ámm, og aug- lýsti, að hann hefði í hyggju að prédika fagnaðarboðskap jóla- bamsins: Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf Son sinn ein- getinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.