Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 62

Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 62
126 KIRKJURITIÐ meiri hluta þjóðarinnar, að því er virðist, að unga fólk- ið kunni ekki að skemmta sér. Og margt unga fólkið sýnist trúa þessu sjálft. Þið haldið nú kannske, að eitthvað sé farið að slá út í fyrir mér, en ég skal sanna þetta með einu dæmi af mörgum. Samkvæmt útvarpi og blöðum er höfuðmál æskunn- ar í dag æskuiýðshallarmálið i Reykjavík. Þar tengjast lærðir og leikir hönd í hönd og lyfta Grettistökum, til að reisa stóra og veglega höll yfir höfuðstaðaræskuna, svo að hún m. a. geti lært að skemmta sér. Skemmta sér á réttan hátt. Hvar sem við grípum niður á þessu sviði, mundi allt bera að sama brunni. Skemmtanalífið er eitthvað sjúkt, og það er vert að leita orsakanna, ef einhver bót væri fáanleg. Margar sögur hafa gerzt hér í Vatnsdalnum fyrr og síðar, eins og gengur. Sumar kunnar, aðrar ókunnar. Þar á meðal ýmsar ástasögur. Og sumar þeirra hafa endað vel, elskendumir náðu saman og giftust, eignuðust börn og buru, grófu rætur og muru. En aðrar urðu harmsög- ur, eins og líka vill við bera á stundum, því í tafli lífs- ins, og ekki sízt ástarinnar, skiptist á tap og gróði. Og nú ætla ég að minna á eina stutta sögu úr forn- sögunum. Hún er bæði sögð í Vatnsdælu og Hallfreðar- sögu, og þó raunar innskot í báðum. Ef til vill kunnið þið hana flest. Ég læt mér líka nægja að segja upphafið og tek það úr Hallfreðarsögu: Þorsteinn Ingimundarson var þá höfðingi í Vatnsdal- Hann bjó að Hofi og þótti mestur maður þar í sveitum, hann var vinsæll og mannheillamaður mikill. Ingólfur og Guðbrandur voru synir hans. Ingólfur var vænstur maður norðan lands, um hann var kveðið: Allar vildu meyjar með Ingólfi ganga,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.